Jafnlaunastefna

Jafnlaunakerfið

Sóltún hjúkrunarheimili hefur innleitt jafnlaunakerfi sem inniheldur jafnréttisáætlun og byggist jafnlaunastefna Sóltúns á henni.

Jafnlaunakerfið nær til allra starfsmanna Sóltúns og lýtur lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem og öðrum lögum er snúa að jafnrétti óháð kyni.

Hjá Sóltúni er lögð áhersla á að tryggja öllum starfsmönnum jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Sóltún telur mikilvægt að nýta til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum starfsfólks.

Markmiðið er að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsfólks til fulls án þess að bein eða óbein mismunun vegna kyns eða annarra þátta eigi sér stað.

Ákvarðanir tengdar launum skulu því ávallt byggja á faglegum og málefnalegum forsendum.

Markmið Sóltúns í jafnréttismálum

  • Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.
  • Sóltún gerir nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að allt starfsfólk njóti sömu möguleika til endur- og símenntunar og starfsþjálfunar með það fyrir augum að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf/verkefni.
  • Störf hjá Sóltúni skulu ekki kynjaflokkuð og stendur öllum jafnt til boða, óháð kyni.
  • Sóltún leitast við að gera starfsfólki kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu, eftir því sem við verður komið.
  • Kynbundin og / eða kynferðisleg áreitni eða einelti er ekki látin viðgangast í Sóltúni.

Framkvæmdastjórn skal setja fram jafnlaunamarkmið og rýna jafnlaunakerfið árlega

Jafnlaunamarkmið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar. Stjórnendur Sóltúns skuldbinda sig til að vinna að stöðugum umbótum, eftirliti og viðbrögðum í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins.

Stjórnendur munu bregðast við ef þeir verða varir við misfellur og vinna markvisst gegn atferli eða viðhorfum sem gætu leitt til aðstöðumunar starfsfólks í Sóltúni.

Framkvæmdastjóri Sóltúns ber heildarábyrgð á jafnlaunakerfinu og er aðstoðarframkvæmdastjóri hjúkrunar verkefnastjóri jafnlaunakerfisins.

Jafnréttisáætlun Sóltúns 2021-2024