Dagdvöl og dagþjálfun eru góður kostur fyrir eldra fólk sem býr heima en þarf félagsskap og stuðning til að viðhalda virkni og heilsu.

Sólvangur býður upp á dagdvöl fyrir einstaklinga sem eru búsettir í Hafnarfirði. Einnig er í boði sérhæfð dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá í formi heilsueflingar og afþreyingar. Boðið er upp á akstursþjónustu í og úr dagdvöl fyrir þá sem þurfa.

Dagdvöl eflir félagslega heilsu

Markmiðið með dagdvöl er að styðja aldrað fólk í að búa sem lengst á eigin heimili og rjúfa félagslega einangrun. Með dagdvöl er hægt að viðhalda og auka virkni og þannig efla andlega, líkamlega og félagslega heilsu. Áhersla er lögð á sjálfræði, samveru og samvinnu.

Hægt er að fylla út umsóknareyðublað á Word-formi 
og senda okkur á dagdvol@solvangur.is.

Dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun

Sólvangur býður upp á sérhæfða dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun. Markmiðið með henni er að gera fólki kleift að búa sem lengst heima og viðhalda sjálfsbjargargetu. Þjónustan er sniðin að þörfum, áhuga og getu hvers og eins.

Fjölbreytt dagskrá

Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá — til dæmis félagsstarf, handavinnu, gönguferðir, léttar æfingar og hvíld. Gestum er boðið upp á morgunverð, heitan hádegisverð og síðdegiskaffi.

Spurt og svarað

Dagdvölin er niðurgreidd en gestir greiða 1.434 kr. fyrir hvern dag sem er innheimt með greiðsluseðli í netbanka. Innifalið í verði er akstur og máltíðir. Gestir í dagþjálfun greiða 3.000 kr. mánaðarlega í afþreyingarsjóð.

Gestir dagdvalar og dagþjálfunar eru beðnir um að tilkynna forföll í síma 590-6506.

Gert er ráð fyrir 14 einstaklingum á dag í dagdvöl og 12 í dagþjálfun á Sólvangi.

Umsóknir fyrir sérhæfðu dagþjálfunina fyrir einstaklinga með heilabilun koma í gegnum minnismóttöku LandakotsOpnast í nýjum glugga.

Aðrar spurningar? Hafðu samband og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Hafa sambandOpnast í nýjum glugga