Qigong kynningartími

Þriðjudaginn 19. júní verður Sveinn Einarsson fyrrverandi þjóðleikhússtjóri með ókeypis kynningartíma á QiGong í hjúkrunarheimilinu Sóltúni kl. 15.30. Allir velkomnir, skráning hér.

Bætum þjónustu við aldraða

„Eflum og styrkjum aldraða sem búa heima hjá sér með sveigjanlegri heimaþjónustu og notum nýjar forvarnarleiðir með velferðartækni að leiðarljósi,“ segja Inga Lára Karlsdóttir hjúkrunarstjóri og Ásdís Halldórsdóttir forstöðumaður Heilsu & Vellíðan hjá Sóltúni Heima í innsendri grein í Morgunblaðinu 21. apríl sl.

Við getum létt undir

Heima er best.  Við viljum öll geta lifað áhyggjulausu lífi á efri árum á heimili okkar en stundum þurfum við aðstoð.  Sóltún Heima býður upp á fjölbreytt úrval heimaþjónustu og heimahjúkrunar sem gerir lífið aðeins auðveldara.