Við getum létt undir

Heima er best.  Við viljum öll geta lifað áhyggjulausu lífi á efri árum á heimili okkar en stundum þurfum við aðstoð.  Sóltún Heima býður upp á fjölbreytt úrval heimaþjónustu og heimahjúkrunar sem gerir lífið aðeins auðveldara. 

Fjölskylduráðgjöf

Margir upplifa úrræðaleysi þegar nákominn ættingi okkar lendir á spítala eða heilsunni hefur hrakað mikið.  Hvaða úrræði eru í boði fyrir þann sem er veikur og aðstandendur?  Hvaða þjónusta er í boði fyrir ástvin okkar svo hann geti búið þægilega heima?  Hvað ef þörf er á hjúkrunarrými, hvernig er best að snúa sér í því? Sóltún Heima býður fjölbreytta ráðgjöf fyrir fjölskyldur.

Sóltún Heimahreyfing

Persónulegur leiðbeinandi mætir heim tvisvar í viku. Sóltún Heimahreyfing eykur líkamlegan styrk og bætir hreyfigetu einstaklinga. Árangurinn lætur ekki á sér standa, innan fáeinna vika finnur viðkomandi fyrir auknum styrk í neðri hluta líkamans.

Hópatímar

Heilsuefling er öllum mikilvæg en sérstaklega nauðsynleg þegar aldurinn færist yfir.  Sóltún Heima mælir sérstaklega með styrktarþjálfun og býður upp á bæði hópatíma og styrktarþjálfun heim.  Einnig er skemmtilegur hópur í vatnsleikfimi.