Verið velkomin

Við hjá Sóltúni Heima sérhæfum okkur í þjónustu og lausnum fyrir fólk á besta aldri sem vill efla heilsu, vellíðan og njóta daglegs lífs.

Garðpartý fyrir íbúa Sóltúns öryggis- og þjónustuíbúða

6a737c4013b45d23ac46febf6dcf6114

Miðvikudaginn 28. júní verður garðpartý fyrir kaupendur íbúðanna í Sóltúni 1-3, ásamt íbúum Sóltúns hjúkrunarheimilis og aðstandendur.

Miðbæjarkvartettinn sér um að halda uppi stuðinu en hér er tækifæri til að kynnast nágrönnunum betur.  Skráning og meira um partýið hér…

 

Opið hús – kynning á haustdagskrá

shutterstock_237770827_conflict-20170421-160355Sóltún Heima leggur mikla áherslu á heilsurækt til að efla vellíðan enda mælum við sterklega gegn því að setjast í helgan stein því hreyfing er lykillinn að lífsgæðum á efri árum.

Kynntu þér drög að spennandi haustdagskrá í opnu húsi fimmtudaginn 22. júní milli kl. 13-14  í íþróttahúsi fatlaðra að Hátúni 14 og vonandi finnur þú eitthvað við þitt hæfi.  Meira um haustdagskrána hér…

 

Sóltún Heima á Degi öldrunarþjónustu

Kynning á degi öldrunarþjónustu
Aðstandendur Sóltúns Heima á ráðstefnunni

Dagur öldrunarþjónustu var haldin á Hótel Natura þann 31. mars og þar voru kynnt mörg áhugaverð erindi um þjónustu við aldraða.  Sóltún Heima mætti með kynningarbás og kynnti fyrir fagaðilum Sóltún Heimahreyfingu.  Margir voru mjög áhugasamir enda getur Sóltún Heimahreyfing komið í framhaldi af endurhæfingarúrræðum hins opinbera, aukið vellíðan aldraða og dregið úr kostnaði sveitarfélaga við heimaþjónustu. Lestu meira um Sóltún Heimahreyfingu hér…

 


Sóltún Heimahreyfing kynningarfundur 27. mars

HeimahreyfingSóltún Heimahreyfing er byltingarkennd nýjung fyrir eldri borgara á Íslandi.  Heimahreyfing hentar einstaklingum sem búa heima en vilja bæta styrk og heilsu til að vera betur sjálfbjarga.  Mánudaginn 27. mars kl. 18 er kynningarfundur í Sóltúni 2, Sóltún hjúkrunarheimili, þar sem áhugasamir geta fræðst um nytsemi Sóltúns Heima.  Lestu meira hér..


Sóltún Heima á ráðstefnu um heilsueflingu eldri borgara 16. mars

Við verðum með kynningu á Sóltúni Heimahreyfingu á ráðstefnu Félags eldri borgara í Reykjavík þann 16. mars um heilsueflingu eldri borgara.  Kíktu til okkar í hléinu og skoðaðu hvað við höfum upp á að bjóða.


Heimaþjónusta og heimahjúkrun í undirbúningi

Sóltún Heima vinnur að undirbúningi heimaþjónustu og heimahjúkrun fyrir eldri borgara.  Stefnt er að því að þjónustan verði tilbúin fyrir lok apríl.  Hafir þú þörf fyrir aðstoð heima hjá þér, kynntu þér þjónustuna sem verður í boði hér…