Garðpartý 28. júní

6a737c4013b45d23ac46febf6dcf6114
Garðpartý verður haldið í bakgarði Sóltúns hjúkrunarheimilis fyrir íbúa Sóltúns 1-3, hjúkrunarheimilisins og aðstandendur miðvikudaginn 28. júní kl. 14-15.30. Miðbæjarkvartettinn sér um stemmninguna.  Hér er frábært tækifæri fyrir íbúa að kynnast nágrönnum sínum.

Aðgangseyrir er 1.000 kr. á manninn og innifalið er sumardrykkur og smáréttir.  Einnig verður barinn opinn.

Vinsamlegast skráið ykkur hér ef þið hyggist mæta svo hægt sé að áætla fjöldann.  Greiðsla við mætingu.

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Halldórsdóttir í síma 5631410 eða asdis@soltunheima.is.