Hvað er velferðartækni?
Velferðartækni byggir á nútímatækni sem stuðlar að því að auka lífsgæði fólks á margs konar hátt og oftar en ekki á ódýrari máta en aðrir valkostir. Tæknitengdar lausnir geta gert fólki kleift að vera meira sjálfbjarga og virkari í samfélaginu. Velferðartækni getur nýst borgurum t.d. við umönnun, öryggi á heimilum og hreyfingu.
Sóltún Heimahreyfing sameinar velferðartækni og mannlega þáttinn. Leiðbeinandi mætir heim með æfingaprógram á spjaldtölvu sem hannað er af dönskum sjúkraþjálfurum fyrir veikburða aldraða. Eftir færnipróf í fyrstu heimsókn fær fólk sérsniðið styrktarþjálfunarprógram og leiðbeinandi kemur heim 2x í viku og leiðbeinir við æfingarnar. Eftir fáeinar vikur finnur einstaklingurinn fyrir auknum styrk sem getur leitt til þess að hann verður aftur meira sjálfbjarga í athöfnum daglegs lífs. Þessi velferðartækni var hönnuð til að gera fleirum öldruðum kleift að styrkjast á eigin heimili með aðstoð umönnunarstarfsmanna.
Kynntu þér Sóltún Heimahreyfingu hér.