
Kostir Sóltúns Heimahreyfingar eru margir fyrir bæði skjólstæðinga og aðstandendur:
- Persónulegur leiðbeinandi mætir heim tvisvar í viku
- Allar æfingaáætlanir eru sérsniðnar í æfingakerfinu DigiRehab sem dönsk sveitarfélög hafa notað með frábærum árangri
- Árangursríkar styrktaræfingar sem er ætlað m.a. að auðvelda öldruðum að standa upp úr stól, stíga fram úr rúmi eða ganga upp stiga
- Eykur gönguöryggi sem getur dregið úr fallhættu
- Leiðir til meira sjálfstæðis og minni þörf fyrir aðstoð annarra með daglegar athafnir
- Minnkar þörf á hjálpartækjum (t.d. göngugrind, staf, WC hækkunum og stoðum)
- Sýnileg þróun á hreyfigetu fyrir skjólstæðing og aðstandendur
- Ánægjulegt innlit sem dregur úr einangrun
- Veitir mörgum tækifæri til að taka aftur þátt í félagsstarfi og njóta betur samvista við fjölskyldu
Skjólstæðingar okkar hafa lýst ánægju sinni með heimahreyfinguna okkar:
Einar Baldvinsson, 85 ára: „ Í fyrstu heimsókn gat ég staðið upp úr stólnum 3x og þurfti að halda mér í. Átta vikum seinna í Sóltúni Heimahreyfingu get ég staðið upp 10x án þess að halda mér í“.
Ingrid María Paulsen fyrrum menntaskólakennari: „ Æfingarnar eru mjög góðar. Eftir þriggja vikna heimahreyfingu, þurfti ég ekki lengur að nota göngustafinn minn hér heima“.
Dóttir Kristjáns 83 ára: „Mjög ánægð að vita af Sóltúni Heima sem mæta 2x í viku, við sjáum að hann hefur tekið framförum, er miklu betri en fyrir 2 árum síðan.“
Ólöf Bjarnadóttir 83 ára: „Ég var farin að finna fyrir að hreyfingarleysið hefði áhrif á mig. Mér finnst heimahreyfingin liðka mig og gera frjálsari í líkamanum.”