Þorrablót 2018 – skráning

Íbúar Sóltúns 1 – 3 og og heilsuhópar Sóltúns Heima ásamt aðstandendum eru velkomnir á Þorrablót Sóltúns Heima fimmtudaginn 8. febrúar kl: 18:00 í veislusal hjúkrunarheimilisins Sóltún.
Hlaðborð með íslenskum þorramat af bestu gerð og barinn verður opinn. Birgir Kristjánsson heldur uppi stuðinu og spilar á harmonikku.
Komum saman og fögnum þorranum syngjandi glöð.
Aðgangur 6.500 kr. sem greiðist við innganginn.  Vinsamlegast skráið ykkur hér að neðan eða í síma 5631400 fyrir kl. 16 föstudaginn 1. febrúar.

Matseðill

Ósúrt á trog
Hangikjöt
Lifrapylsa
Blóðmör
Sviðasulta

Súrt í sér trogi
Hvalur súr
Hákarl í boxi

Lifrapylsa súr
Sviðasulta súr
Hrútspungar súrir
Bringukollar súrir
Lundabaggar súrir

Á sér disk
Harðfiskur
Rúgbrauð
Flatkökur
Smjör
Marineruð síld

Léttvín og bjór er selt sér á barnum

Skráning