Þjónustuskilmálar

Skilmálar vegna kaupa á þjónustu af Sóltúni öldrunarþjónustu ehf. 

Þjónustuveitandi er Sóltún öldrunarþjónusta ehf.,  kt. 650310-0710 með lögheimili að Laugavegi, 105  Reykjavík en aðsetur að Sólvangsvegi 2, 220 Hafnarfirði. Símanúmer þjónustuveitanda er 563- 1400, vefsíða þjónustuveitanda er  http://www.soltunheima.is og tölvupóstfang  soltunheima@soltunheima.is (hér eftir  „þjónustuveitandi“). 

 1. Skilmálar þessir gilda um kaup skjólstæðinga á  þjónustu af þjónustuveitanda. Með kaupum á  þjónustu af þjónustuveitanda verður til samningur  á milli þjónustuveitanda og þjónustuþega og um  þann samning gilda skilmálar þessir.
 2. Þjónustuveitandi veitir þjónustu á sviði 1)  heimahjúkrunar, 2) heimaþjónustu og 3)  heilsueflingar. Embætti landlæknis staðfesti  26.10.2010 að þjónustuveitandi uppfylli faglegar  lágmarkskröfur til þess að veita  heimahjúkrunarþjónustu. Um þjónustu  heimahjúkrunar gilda lög um heilbrigðisstarfsmenn  nr. 34/2012, lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997,  lög um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007, lög um  sjúkraskrár nr. 55/2009 og önnur lög eftir því sem  við á. Það athugast að almennt gilda  framangreindar lagareglur ekki um starfsemi  heimaþjónustu og heimahreyfingar. Í samþykktu  tilboði á milli þjónustuþega og þjónustuveitanda er  tiltekið um hvort kaup á heilbrigðisþjónustu,  heimaþjónustu eða heilsueflingu er að ræða.  Skilmálar þessir gilda eingöngu um þá  þjónustuþætti sem þar eru tilteknir. Til að mynda  gilda skilmálar sem eingöngu eiga við um  heimahjúkrun ekki um þá þjónustuþega sem  eingöngu eru þjónustaðir með heilsueflingu eða  heimaþjónustu.
 3. Þjónustuveitandi veitir þjónustu sem að fullu er  greidd af þjónustuþegum og er ekki niðurgreidd af  hinu opinbera. Greitt er fyrir þjónustu  þjónustuveitanda samkvæmt verðskrá  þjónustuveitanda eða samkvæmt tilboði. Verði  breytingar á verðskrá þjónustuveitanda skal  þjónustuþega tilkynnt um slíkar breytingar.  Hitti regluleg þjónusta á lögbundinn  frídag er leitast við að hliðra þjónustunni yfir á  annan dag eða fella hana niður, í samráði við  þjónustuþega. Ef þjónusta er veitt um helgar eða  óskað eftir að hún sé veitt á lögbundnum frídögum  bætist við það álag á verðskrá þjónustuveitanda  sem á við á viðkomandi dögum.
 4. Hafi þjónustuþegi samþykkt og sé veitt þjónusta  aukalega sem ekki hefur fyrir fyrirfram samið um í  skriflegu tilboði skal greitt fyrir slíka  viðbótarþjónustu samkvæmt verðskrá.  Ef þjónustuþegi þarfnast þjónustu lengur en um var samið af ástæðum sem þjónustuveitandi hefur ekki stjórn á skal þjónustuþegi greiða fyrir veitta viðbótarþjónustu, 30 mínútur aukalega ef farið er fram yfir klukkustund en klukkustund aukalega ef farið er yfir 30 mínútur í viðbótarþjónustu.  Ef slík staða kemur ítrekað upp skulu aðilar endurskoða umsaminn þjónustutíma.
 5. Reikningar vegna þjónustu eru sendir út  mánaðarlega og eru á eindaga 10. dags hvers  mánaðar. Sé reikningur ógreiddur 20 dögum eftir  eindaga áskilur þjónustuveitandi sér rétt til þess að  hætta að veita þjónustu. Ef þjónustuþegi hefur  athugasemdir við reikninga verður hann að láta  vita um þær án tafar og eigi síðar en á eindaga. Að  öðrum kosti telst reikningurinn samþykktur. Falli  reikningur í eindaga ber þjónustuþega að greiða  dráttarvexti af reikningnum í samræmi við III. kafla  vaxtalaga nr. 38/2001 og reikningurinn fer í  innheimtuferli.
 6. Hyggist þjónustuþegi ekki nýta sér þjónustu sem  pöntuð hefur verið skal þjónustuþegi láta  þjónustuveitanda vita með að minnsta kosti viku fyrirvara, á fimmtudegi, ella greiðist fyrir þjónustuna.  
 7. Ef um er að ræða þjónustusamninga til lengri tíma  eða þjónusta sem veitt er er umtalsverð áskilur  þjónustuveitandi sér rétt til þess að semja um  lengri uppsagnarfrest.
 8. Ef heilsa þjónustuþega reynist betri eða verri en við fyrsta mat sem tilboð félagsins byggðist á eða breytist þannig að  hjúkrunarfræðingur metur það svo að annað hvort  þurfi að auka við þjónustu eða að þjónusta verði  ekki veitt nema af faglærðum starfsmönnum þjónustuveitanda, skal þjónustuveitandi gera þjónustuþega nýtt tilboð í þjónustu. Framangreint  getur leitt til lægra eða hærra verðs á veittri  þjónustu og getur ekki komið til framangreinds  nema með samþykki þjónustuþega. Nýtt tilboð  sem gert er samkvæmt þessari grein fellir eldra  tilboð um þjónustu strax úr gildi. Samþykki þjónustuþegi ekki nýtt tilboð áskilur þjónustuveitandi sér rétt til þess að rifta samningi  við þjónustuþega, telji hjúkrunarfræðingur það  ekki forsvaranlegt með tilliti til heilsufars  þjónustuþega að þjónusta viðkomandi með ófullnægjandi þjónustu þegar mat hjúkrunarfræðings er að þjónustan þurfi að vera  umfangsmeiri til að tryggja öryggi þjónustuþega. Komi til tilviks sem þessa skal  þjónustuveitandi eftir fremsta megni leiðbeina  þjónustuþega um önnur úrræði sem standa honum  til boða í velferðar- og/eða heilbrigðiskerfinu.
 9. Allir starfsmenn þjónustuveitanda þ.m.t. nemar og þeir sem ekki eru heilbrigðisstarfsmenn, gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem þeir komast að  í starfi sínu um heilsufar þjónustuþega, ástand, sjúkdómsgreiningu, horfur og meðferð ásamt  öðrum persónulegum upplýsingum. Framangreint  gildir ekki bjóði lög annað eða rökstudd ástæða er  til þess að rjúfa þagnarskyldu vegna brýnnar  nauðsynjar. Samþykki þjónustuþega eða  forráðamanns, ef við á, leysir starfsmenn undan þagnarskyldu. Þagnarskylda samkvæmt  framangreindu nær ekki til atvika sem  heilbrigðisstarfsmanni ber að tilkynna um  samkvæmt öðrum lagaákvæðum sbr. 3. mgr. 17.  gr. laga nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn. Í  þeim tilvikum ber heilbrigðisstarfsmanni skylda til  að koma upplýsingum um atvikið á framfæri við þar  til bær yfirvöld. Um trúnaðar- og þagnarskyldu  heilbrigðisstarfsmanna gilda ákvæði laga um  heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 og önnur lög  eftir því sem við á.
 10. Farið er með allar persónuupplýsingar sem þjónustuveitandi móttekur eða skráir hjá sér í  samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu  persónuupplýsinga nr. 90/2018. Tilgangur  skráninga upplýsinga getur annars vegar verið til  þess að halda utan um samskipti við þjónustuþega,  hvaða þjónustu viðkomandi hefur fengið og til þess  að uppfylla lagaskyldur um skráningu upplýsinga og  fer þá eftir þeim lögum sem eiga við um slíka skráningu. Hins vegar getur tilgangur í tilfelli t.d.  heimahreyfingar verið að halda utan um árangur  viðkomandi þjónustuþega. Þjónustuveitandi  skuldbindur sig til þess að tryggja persónuvernd  þjónustuþega sinna og getur þjónustuþegi hvenær sem er afturkallað framangreint samþykki með  tilkynningu til þjónustuveitanda. Í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga þurfa þjónustuþegar að veita sérstakt samþykki um  vinnslu persónuupplýsinga hjá þjónustuveitanda.
 11. Þjónustuþegi samþykkir að starfsmenn  heimahjúkrunar hafi aðgang að sjúkraskrá  þjónustuþega og skrái upplýsingar í sjúkraskrá í  samræmi við ákvæði laga nr. 55/2009 um  sjúkraskrár.
 12. Þjónustuveitandi getur gert þá kröfu til  þjónustuþega að á heimili hans séu nauðsynleg  hjálpartæki gagnvart starfsfólki þjónustuveitanda vegna vinnuverndarsjónarmiða. Verði þjónustuþegi ekki við kröfunni áskilur  þjónustuveitandi sér rétt til þess að rifta samningi  við skjólstæðing án fyrirvara.
 13. Þjónustuþegi skal leita allra leiða til þess að aðgengi  að heimili hans sé tryggt fyrir starfsmenn  þjónustuveitanda. Sé þjónustuveitandi með lykla  eða annan aðgangsbúnað að heimili þjónustuþega  skulu aðilar sammælast um hvernig nota skuli  slíkan aðgang.
 14. Starfsfólk þjónustuveitanda getur farið fram á það  við skjólstæðing að dýrum sé haldið frá starfsfólki.
 15. Óheimilt er að taka myndir, myndbönd,  hljóðupptökur eða annað sambærilegt af  starfsfólki þjónustuveitanda, nema með ótvíræðu  samþykki starfsfólks þjónustuveitanda.
 16. Þjónustuveitandi líður ekki andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi gagnvart starfsfólki sínu af  hálfu skjólstæðinga eða annarra aðstandenda. Ef grunur leikur á framangreindu áskilur  þjónustuveitandi sér rétt til þess að rifta samningi  við skjólstæðing án fyrirvara.
 17. Séu aðstæður á heimili þjónustuþega það slæmar að mati þjónustuveitanda að ekki sé hægt að bjóða  starfsfólki upp á það sem starfsumhverfi, þar með talið áfengis- eða fíkniefnaneysla á heimilinu, getur  þjónustuveitandi, ef ekkert er að gert, hætt að  veita þjónustu og þar með rift samningi þessum án  fyrirvara.
 18. Þjónustuveitandi áskilur sér sveigjanleika í mætingu til skjólstæðinga. Framangreint leiðir af eðli starfseminnar, þar sem starfsmenn geta tafist í  verkum hjá öðrum skjólstæðingum.
 19. Þjónustuveitandi ber eingöngu ábyrgð á tjóni sem þjónustuþegi verður fyrir vegna mistaka eða vanrækslu starfsmanna þjónustuveitanda við  framkvæmd starfa sinna.
 20. Óski þjónustuþegi eftir því að þjónustuveitandi hafi  samband við tiltekna aðstandendur eða aðra  þjónustuveitendur vegna þeirrar þjónustu sem þjónustuveitandi veitir þjónustuþega skal þjónustuþegi framvísa skriflegu umboði til  þjónustuveitanda sem heimilar slíkt, sjá samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga.
 21. Þjónustuveitandi áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum þessum. Komi til slíkra breytinga skal  þjónustuþega tilkynnt um breytingar á  sannanlegan hátt.
 22. Skilmálar þessir og samningar þeim tengdir falla  undir íslensk lög. Rísi mál út af skilmálum  þjónustuveitanda skal það rekið fyrir Héraðsdómi  Reykjavíkur.