Þjónusta

Fyrir aðstandendur

Aðstandendur fólks með heilabilun er oft mjög bundið við umönnun. Umönnunin getur verið krefjandi og samskiptin reynt á. Hætta er á því að umönnunaraðilinn, sem oft á tíðum er makinn, setji sínar þarfir eða áhugamál til hliðar vegna þess að allur tími fer í að gæta þess veika. Það er þó mjög mikilvægt að sinna sjálfum sér, komast út meðal fólks, sinna áhugamálum, sinna útréttingum, eigin heilsu og eiga tíma fyrir sig.

Sóltún Heima býður upp á viðveru þannig að sá sem gegnir umönnunarhlutverki hafi tækifæri til að fara út úr húsi án þess að hafa áhyggjur af ástvini sínum. 

Við bjóðum einnig upp á ráðgjöf um hvaða leiðir eru færar fyrir fjölskyldur þar sem einstaklingur er með heilabilun.  Smelltu hér til að hafa samband og skoða möguleikana í ráðgjöf.

Getum við aðstoðað þig?
Stundum þurfum við aðstoð við athafnir daglegs lífs vegna veikinda eða heilsubrests. Aðstandendur koma oft til bjargar en Sóltún Heima getur létt undir á heimilinu með ýmsum hætti.  Hér að neðan eru nokkur dæmi um það sem við getum gert fyrir aldraða í sjálfstæðri búsetu en þarfir þeirra og aðstandenda eru mjög misjafnar þannig að við hvetjum þig til að hafa samband ef þjónustan hér að neðan hentar ekki..

Aðstoð við athafnir daglegs lífs
Vantar þig aðstoð við að fara á fætur, matast eða nota salernið?  Áttu erfitt með að útbúa mat og ganga frá?

Persónulegt hreinlæti
Sumir treysta sér ekki til að fara einir í bað af ýmsum ástæðum og þá getur Sóltún Heima hjálpað til.  Okkur líður öllum betur eftir hressandi bað.

Fullt hús matar
Við kíkjum á búrstöðuna, hendum því sem þarf og annað hvort fylgjum þér í búðina og höldum á þungu pokunum fyrir þig. Við getum gengið frá vörunum í ísskápinn og hillur.

Bæjarferð
Við fylgjum þér í bæinn og höldum þér félagsskap. Hljómar eins og skemmtileg tilbreyting? Kannski fáum við okkur kaffibolla í leiðinni?

Viðvera
Sumir eiga erfitt með að vera einir og aðrir geta ekki skilið maka sinn með heilsubrest eða heilabilun eina eftir heima þegar þarf að útrétta, sinna hreyfingu eða áhugamálum.  Við getum verið til staðar hjá ástvini þínum á meðan þú skreppur frá, spjallað, spilað, lesið upp úr dagblaðinu eða hvað sem styttir stundirnar.

Innlit
Félagsleg einangrun getur verið vandamál hjá mörgum öldruðum sem komast ekki mikið út úr húsi.  Við getum kíkt við eins og oft og óskað er eftir, annað hvort örstutt til að athuga líðan og kalla fram bros eða til að setjast aðeins niður yfir kaffisopa og spjalla um daginn og veginn.  Þetta getur breytt virkilega miklu fyrir einstaklinginn og aðstandendur.

Samvera
Maður er manns gaman en stundum eru vinir og ættingjar afskaplega önnum kafnir.  Það er ekkert að því að fá smá félagsskap af og til eða reglulega.  Segðu okkur hvað þú hefur áhuga á og við finnum manneskju sem þú getur spjallað við og ekki verra ef þið kíkið út í göngutúr til að fá ferskt loft saman.

Heimahreyfing

Sóltún Heimahreyfing er góð fyrir bæði líkama og sál.  Þú færð bæði heimsókn og hreyfingu um leið og þú styrkist líkamlega.  Það gæti nefnilega endað þannig innan 3ja mánaða að þú þyrftir minni aðstoð við athafnir daglegs lífs eftir Sóltún Heimahreyfingu.  Skoðaðu hana hér.

Lestu umsagnir skjólstæðinga okkar hér.

Hafðu samband