Kjarnakonur

Kjarnakonur hefst 14. janúar – FULLT

Kjarnakonuhópurinn er fyrir konur sem vilja styrkja sig. Styrktarþjálfun styrkir vöðva og bein ásamt því að bæta jafnvægið. Styrktarþjálfun er sérstaklega góð fyrir konur og þær sem eru með beinþynningu.

12 vikna haustönn. Þriðjudaga og fimmtudaga kl: 11:00 – 11:50 í íþróttahúsi fatlaðra (ÍFR) í Hátúni 14, 105 Reykjavík. Styrktarþjálfun í tækjasal með íþróttafræðing. Lögð er áhersla á styrktar- og jafnvægisæfingar ásamt pilates æfingum á dýnu. Sérhæfð æfingaáætlun fyrir hvern og einn.

  • Styrktarþjálfun í tækjasal með leiðsögn íþróttafræðings

  • Áhersla á styrktar- og jafnvægisæfingar

  • Mælingar og aðhald

  • Ráðgjöf íþróttafræðings og hjúkrunarfræðings

  • Fræðsla og fróðsleiksmappa

  • Skemmtilegur félagsskapur

Beinþynning (osteoporosis) einkennist af minnkuðu magni af kalki og öðrum steinefnum í beinvef sem gerir það að verkum að beinin verða stökk og líkur á beinbrotum aukast. Konur eru líklegri til að fá beinþynningu. Hægt er að fara í áhættupróf inn á vefnum beinvernd.is. Ýmsar forvarnir eru gagnlegar eins og inntaka kalks og D-vítamíns auk líkamsþjálfunar í formi styrktarþjálfunar.

Nánari upplýsingar í netfanginu soltunheima@soltunheima eða í síma 563-1400 en því miður er kominn vænn biðlisti eftir þessu námskeiði.  Kynntu þér Morgunhana, þar eru örfá pláss laus. Smelltu hér.

Verð 49.000 kr.  Sjá skilmála hér.