Spurt & svarað um Heimahreyfingu

Fyrir hverja er Sóltún Heimahreyfing?

Eldri borgarar sem þarfnast aðstoðar við daglegar athafnir hafa mestan hag af Sóltúni Heimahreyfingu.  Eftir stuttan tíma fá margir aukinn styrk í tiltekna vöðvahópa sem gerir þeim kleift að vera öruggari í hreyfingum og meira sjálfbjarga. Æfingarnar eru einstaklingsmiðaðar og þeir líkamlegir þættir sem eru veikir eru sérstaklega styrktir.  Ef þú ert fullfrísk/ur og átt auðvelt með að fara ferða þinna, þá viltu mögulega frekar skoða aðra hreyfingu hjá Sóltúni heima hér.

Hvernig virkar Sóltún Heimahreyfing?

Sóltún Heimahreyfing gengur út á styrktaræfingar sem við bjóðum heim til fólks. Það mætir starfsmaður heim til þín með spjaldtölvu og spyr nokkurra lykilspurninga um færni í daglegum athöfnum og líkamlega getu ásamt því að mæla styrk með nokkrum einföldum æfingum. Það er skráð í DigiRehab kerfið í spjaldtölvu sem hann er með sér. Kerfið skilar sérsniðnu æfingaprógrammi fyrir viðkomandi og svo er mætt tvisvar í viku í 20 mínútur senn heim og leiðbeinandinn hjálpar við að gera æfingarnar með aðstoð kerfisins.  Eftir 6 vikur er endurmat og æfingakerfið aðlagað og uppfært í átt að betri líkamsstyrk.  Miðað er við 3ja mánaða æfingaprógramm til að ná tilætluðum árangri. Engin tæknikunnátta er þörf, né internettenging eða eign á spjaldtölvu, við sjáum um það.  Þú þarft heldur ekki að eiga sérstakan æfingabúnað.

Hvað er DigiRehab?

DigiRehab er velferðartækni sem leiðbeinandinn notar og er þróað af dönskum sjúkraþjálfurum og notað af ýmsum dönskum sveitarfélögum. Tilgangurinn með þróun á DigiRehab í Danmörku var að koma til móts við mikla fjölgun eldri borgara sem þurftu heimaþjónustu og draga úr kostnaði við þá þjónustu með því að styrkja þá með notkun velferðartækni. Að meðaltali má draga úr heimaþjónustu um klukkustund á viku eftir 12 vikur í heimahreyfingu.   Í Danmörku eru heimaþjónustustarfsmenn sem hafa sinnt umönnun skjólstæðinganna sem veita þessa þjónustu og kerfið er mjög einfalt í notkun.

Smelltu hér til að sjá myndband um DigiRehab.

Sóltún Heima er með umboðið á DigiRehab á Íslandi og veitir þjónustuna.

DigiRehab er sérþróað kerfi en það hefur sýnt sig að tæknin dugar ekki ein og sér, mestur árangur næst með því að það kemur starfsmaður heim sem leiðbeinir við æfingarnar þó að kerfið sé til hliðsjónar og sýnir allar æfingarnar á myndrænan hátt með myndböndum.  Leiðbeinandinn mætir 2x í viku í 20 mínútur í senn og aðstoðar við æfingarnar.  Skjólstæðingurinn þarf ekki að læra á kerfið.

RETTAMYNDIN. RENNINGUR (003)
DigiRehab er á íslensku.

Er Heimahreyfingin í boði á öllu höfuðborgarsvæðinu?

Já, allir sem eiga heima á höfuðborgarsvæðinu geta fengið þjónustuna. Með komandi tíð getum við boðið upp á Heimahreyfinguna út á landi.

Geta foreldrar mínir fengið sama æfingaprógramm?

Nei, hver einstaklingur fær sérsniðið æfingaprógram og fer það eftir niðurstöðu styrktaræfingaprófsins í fyrsta tímanum. Það er mikilvægt að hver einstaklingur gerir þær æfingar sem styrkja þá þætti sem hjálpa honum í átt að betri hreyfifærni. Ef hjón fá bæði þjónustuna bjóðum við upp á 15% afslátt.

Hvað tekur við eftir þrjá mánuði á æfingaprógramminu?

Ef einstaklingnum langar að halda áfram eftir 3 mánuði, veitum við þann möguleika að halda áfram með áskrift að Heimahreyfingu á þrjá vegu: Leið A óbreytt þjónusta með 1 mánaða binditíma, leið B leiðbeinandi mætir 2x í mánuði eða Leið C þar sem skjólstæðingurinn fær netáskrift og notar DigiRehab kerfið á eigin vegum. Einnig væri upplagt að skrá sig í hópatímana okkar ef heilsan leyfir, sjá hér.

Hentar Sóltún Heimahreyfing fyrir sveitarfélög?

Já, sveitarfélög geta dregið verulega úr kostnaði við heimaþjónustu með notkun DigiRehab. Að meðaltali má draga úr um klukkustund á viku á skjólstæðing eftir 12 vikna styrktarþjálfun.  Árangur sem endist lengi.  Sveitarfélög geta annað hvort keypt kerfið með þjónustu frá Sóltúni Heima eða keypt aðgang að kerfinu og veitt þjónustuna með sínum starfsmönnum. Kerfið býður upp á mikla yfirsýn og tölfræði yfir árangur einstaklinga og hópa. Sóltún Heima er með umboðið og veitir allar upplýsingar í heimahreyfing@soltunheima.is eða síma 563 1400.

Hver er munurinn á Sóltúni Heimahreyfingu og sjúkraþjálfun?

Í Heimahreyfingunni eru gerðar styrktaræfingar sem eru þróaðar af dönskum sjúkraþjálfurum en er í sjálfu sér ekki sjúkraþjálfun sem slík.  Fyrir suma gæti sjúkraþjálfun hentað betur, sérstaklega ef vinna þarf með verki eða annað sértækt sem hrjáir viðkomandi.

Hver er munurinn á Sóltúni Heimahreyfingu og til dæmis útvarpsleikfiminni eða hópatímum?

Útvarpsleikfimin er frábær hreyfing fyrir marga en hún hentar ef til vill ekki öllum.  Sóltún Heimahreyfing er sérsniðin miðað við ástand einstaklingsins og vinnur sérstaklega að því að styrkja líkamann þar sem þess er þörf.

Mér líst vel á þetta, hvar skrái ég mig?

Skráning er í síma 563 1400 eða netfanginu heimahreyfing@soltunheima.is.