Ráðgjöf fyrir eldri borgara og aðstandendur

Sad womanÞað getur verið flókið að átta sig á hvaða þjónusta er í boði fyrir eldri borgara þegar eitthvað kemur upp á og þeir þarfnast aðstoðar.  Starfsmenn Sóltúns Heima búa yfir mikillri þekkingu á heilbrigðiskerfinu og þjónustu sveitarfélaga og geta veitt ráðgjöf hvar þjónustuna er að finna og bestu leiðir til að fá hana.

Hægt er að fá heilbrigðisstarfsmann heim á fund, eða óska eftir fundi á skrifstofu Sóltúns Heima á Sólvangsvegi 2, Hafnarfirði.

Meðal annars veitum við ráðgjöf vegna eftirfarandi aðstæðna sem oft koma upp við breytingar á heilsu aldraðra:

Ráðgjöf vegna áfalls eða heilsubrests
Við áfall eða heilsubrest geta aðstæður aldraðra í sjálfstæðri búsetu breyst mikið og þá þarf að leita að úrræðum.  Stundum hefur aldraður einstaklingur hugsað um veikan maka sinn og þegar hann verður fyrir heilsubresti sjálfur, þá verður leita að úrræðum til að allir á heimilinu fái viðeigandi þjónustu.  Einnig getur heilsu einstaklings hrakað mjög við fráfall maka.  Sóltún Heima býður upp á fund með heilbrigðisstarfsmanni á heimilinu með fjölskyldunni þar sem farið er yfir aðstæður og útskýrir hvaða leiðir og þjónusta er í boði.

Hjúkrunarrými og umsóknarferlið
Fáðu ráðgjöf heilbrigðisstarfsmanns um hvernig umsóknarferli um hjúkrunarrými virkar, hvernig geta aðstandendur aukið líkur á rými á réttum stað.

Leiðir til að komast í dagþjálfun
Hvernig er hægt að koma foreldri mínu í dagþjálfun? Ráðgjöf um leiðir.

Pantaðu fund
Ef við getum aðstoðað með ofangreint eða eitthvað annað sem þér liggur á hjarta sem snýr að þér eða öldruðum fjölskyldumeðlim, hafðu samband til að panta fund eða heimsókn.  Það gerir þú með því að fylla út formið hér að neðan, senda tölvupóst á soltunheima@soltunheima.is eða hringja í síma 563 1400.