Persónuvernd

Öryggis- og persónuverndarstefna Sóltúns Heima

INNGANGUR

Okkur er umhugað um örugga meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga.  Við virðum rétt þinn til einkalífs og tryggjum að öll meðferð persónupplýsinga sé í ávallt í samræmi við ákvæði gildandi laga og reglugerða um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.  Stefna Sóltúns Heimahjúkrunar og heimaþjónustu ehf (hér eftir Sóltún Heima) í öryggis- og persónuvernd er í samræmi við nýja evrópska persónuverndarlöggjöf (GDPR) um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem var leidd í lög 15. júlí 2018.

HVER SAFNAR UPPLÝSINGUM UM ÞIG?

Sóltún heimahjúkrun og heimaþjónusta ehf kt.650310-0710 safnar eingöngu nauðsynlegum persónuupplýsingum sem við teljum þurfa á að halda til að veita viðeigandi þjónustu til skjólstæðinga okkar.

HVAÐA GÖGNUM ER SAFNAÐ?

Við söfnum eftirfarandi persónuupplýsingum um skjólstæðinga okkar:

 • Nafn
 • Kennitala
 • Sími
 • Heimilisfang
 • Netfang
 • Þjónustuþarfir
 • Umbeðin og eða veitt þjónusta
 • Þátttaka í viðburðum á vegum Sóltúns Heima
 • Heilsufarsupplýsingar þar sem það á við
 • Í sumum tilfellum upplýsingar um næsta aðstandanda

VIÐ SÖFNUM PERSÓNUPPLÝSINGUM M.A. Í EFTIRFARANDI TILVIKUM:

 • Þegar þú óskar eftir þjónustu frá okkur.
 • Þegar þú notar heimasíðuna okkar www.soltunheima.is og facebook síðuna okkar. T.d. þegar þú sækir um aðild að hópatímum eða skráning á viðburði eða póstlistann okkar.
 • Þegar þú hefur samband við okkur og t.d. óskar eftir upplýsingum, kemur athugasemdum á framfæri, sendir kvörtun eða beiðni með tölvupósti, síma eða á fundi.
 • Þegar við veitum þér þjónustu og ráðgjöf.

HVERNIG NOTAR SÓLTÚN HEIMA PERSÓNUUPPLÝSINGAR?

Við notum persónuupplýsingar þínar alla jafna í þeim tilgangi að vinna beiðnir eða viðskiptafærslur, veita þér fyrsta flokks þjónustu, upplýsa þig um þjónustu og viðburði sem við teljum að þú hafir áhuga á.  Söfnun upplýsinga er eingöngu til þess fallin að veita skjólstæðingum okkar þjónustu eftir þeirra þörfum.  Gætt er þess að safna lágmarksupplýsingum og til samræmis við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.  Við öflum skriflegs samþykkis vinnslu persónuupplýsinga frá skjólstæðingum í heimaþjónustu og heimahjúkrun.  Skjólstæðingar geta hvenær sem er tekið til baka samþykki fyrir því að við söfnum ofangreindum upplýsingum.

HVAÐ ERU GÖGNIN GEYMD LENGI?

Eftir að þjónustu hefur verið hætt munum við eyða persónugögnum um veitta þjónustu eftir 12 mánuði.  Ástæðan fyrir því að tíminn er rúmur er sá að stundum gera skjólstæðingar hlé á þjónustunni en koma aftur síðar til dæmis þegar heilsufar versnar og þá er gott að eiga þessi gögn til þess að veita þér fyrsta flokks þjónustu.  Undanskilin eru gögn skráð í Sögu heilbrigðisgagnagrunn, þau eru geymd samkvæmt lögum um sjúkraskrár nr. 55/2009 og önnur lög eftir því sem við á. Gögn í innheimtu- og bókhaldskerfum lifa samkvæmt lögum um bókhald nr 1994 nr. 145.

HVER ERU RÉTTINDI SKJÓLSTÆÐINGA Í PERSÓNUVERND?

Samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga hefur þú rétt á eftirfarandi:

 • Upplýsingum um vinnslu á þínum persónuupplýsingum
 • Fá aðgang að persónuupplýsingunum sem við geymum um þig
 • Óska eftir að réttar, ónákvæmar eða ófullnægjandi upplýsingar um þig séu lagfærðar
 • Mótmæla vinnslu á persónuupplýsingum þínum í markaðslegum tilgangi eða á grundvelli aðstæðna þinna
 • Óska eftir takmörkunum á vinnslu á persónuupplýsingum þínum í sérstökum tilvikum
 • Móttaka persónuupplýsingar um þig á tölvutæku formi og láta senda þær á annan vinnslu aðila
 • Óska eftir því að ákvarðanir sem eru teknar um sjálfvirkar vinnslur sem snerta þig eða hefur mikil áhrif á þig verði teknar af manneskju, en ekki einungis tölvum. Þú hefur rétt á því að segja þína skoðun og mótmæla ákvörðun.

Til þess að nýta réttindi þín hér að ofan, sendu tölvupóst á soltunheima@soltunheima.is.  Við munum reyna að svara þér sem fyrst en þó eigi síðar en 30 dögum eftir að við höfum móttekið beiðni þína.

ER GÖGNUM UM SKJÓLSTÆÐINGA DEILT MEÐ ÞRIÐJA AÐILA?

Við deilum ekki upplýsingum um skjólstæðinga okkar nema með skýru, skriflegu leyfi þeirra með skýrt markmið að leiðarljósi. Í sumum tilvikum notumst við við þjónustuaðila og verktaka til að sinna þjónustu fyrir okkar hönd. Til að mynda sjá slíkir aðilar um vinnslu við innheimtu reikninga eða tölvuþjónustu.  Við höfum gert samninga við þjónustuaðila sem veita okkur svokallaða skýjaþjónustu en það er netþjónusta sem gerir einstaklingum og fyrirtækjum kleift að nota hugbúnað og tæki hjá þriðju aðilum.  Til dæmis varðveisla upplýsinga í netþjónum, tölvupóstþjónustu og veflausnum.

HVERNIG TRYGGIR SÓLTÚN HEIMA ÖRYGGI PERSÓNUPPLÝSINGA?

Sem ábyrgðaraðili að vinnslu persónupplýsinga mun Sóltún Heima tryggja öryggi þeirra með viðeigandi öryggisráðstöfunum, s.s. með ytra öryggi auk skipulagslegra og tæknilegra öryggisráðstafana með það að markmiði að verja þær gegn því að þær eyðileggist, glatist, þeim sé breytt, þær eyðist og gegn óheimilum aðgangi, vinnslu eða notkun.