Morgunjóga

Hefst 6. september 2017

Prufutímar vikuna 4.-8. september – engin skráning nauðsynleg, bara mæta á staðinn!

Góð leið til að byrja daginn og vekja líkamann með teygjum og núvitund.

12 vikna haustönn. Miðvikudagar og föstudagar kl: 10:00-10:50.

  • Eykur liðleika og jafnvægi
  • Eykur andlega og líkamlega orku
  • Eykur blóðflæði
  • Minnkar stress
  • Góður félagsskapur

Fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Þórshamar
Morgunjóga fer fram í íþróttahúsi Þórshamars, Brautarholti 22, 105 Reykjavík.
Kennari er Klara Dögg Sigurðardóttir. Klara hefur lengi starfað sem jógakennari, meðal annars hjá Reebok fitness, Hringsjá, Ljósið og Sjálfsbjörg.
Kennari er Klara Dögg Sigurðardóttir. Klara hefur lengi starfað sem jógakennari, meðal annars hjá Reebok fitness, Hringsjá, Ljósið og Sjálfsbjörg.

Skráðu þig hér að neðan eða hafðu samband í síma 563-1400 eða sendu tölvupóst á soltunheima@soltunheima.is.

Lágmarksþátttaka þarf til að Morgunjóga hefjist á haustönn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meðlimir í Morgunjóga hafa aðgang að opna leikfimitímanum á föstudögum kl: 14:10, sem nefnist Föstudagsfimi. Það er fjölbreytt leikfimi með ýmsum kennurum. Tilvalið til að bæta við sig þriðja tímanum í vikunni eða bæta upp tíma ef maður missir úr tíma í vikunni.

12 vikna námskeið 35.000 kr.

Skráningarform