Morgunhanar

maður og kona með lóð lítil

Morgunhanar hefjast 14. janúar 2019

Styrktarþjálfunarnámskeið fyrir bæði kynin, konur og karla. Hentar bæði byrjendum sem lengra komnum sem vilja auka líkamlegan styrk og orku.

Með hækkandi aldri fara vöðvarnir að rýrna og þar með eykst hætta á aukinni fitusöfnun og  minnkandi hreyfigetu. Styrktarþjálfun hefur sýnt og sannað gildi sitt og rannsóknir hafa sýnt að reglulegar styrktaræfingar (2x í viku) geta ekki bara aukið líkamlegan styrk, heldur einnig aukið gönguhraða og bætt jafnvægi. Það er aldrei of seint að byrja!

  •  Styrktarþjálfun í tækjasal með leiðsögn íþróttafræðings

  • Áhersla á styrktar- og jafnvægisæfingar

  • Mælingar og aðhald

  • Ráðgjöf íþróttafræðings og hjúkrunarfræðings

  • Fræðsla og fróðsleiksmappa

  • Skemmtilegur félagsskapur

12 vikna vorönn.  2x í viku á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9.

Staðsetning: Íþróttahús fatlaðra (ÍFR) í Hátúni 14, 105 Reykjavík. Með fyrirvara um næga þátttöku.

Örfá pláss laus!

Verð 49.000 kr. Skilmálar hér.

Skráðu þig hér í Morgunhana eða í síma 5631400.