Jólajóga

2. desember kl. 16:00 – 16:40 er jólajóga í sal hjúkrunarheimilisins Sóltúns, á fyrstu hæðinni. Æfingarnar fara fram í stól svo allir geta tekið þátt.

Mjúkar og liðkandi æfingar með slökun og hugleiðslu. Jóga bætir svefninn, eykur lífsorkuna og nærir hugann. Með jóga æfum við okkur að vera í núinu sem styður við aukna vellíðan og spornar gegn streitu, kvíða og þunglyndi. Með jóga djúpöndun aukum við súrefnisflæði og bætum jafnvægi líkama og sálar.

Verð 1.500 kr. Athugið vinsamlegast greiðið með seðlum, erum ekki með posa á staðnum. Skráning hér fyrir neðan eða sendu póst á soltunheima@soltunheima.is einnig er hægt að hringja 5631400.