Jólahlaðborð Sóltúns Heima

Heil og sæl 

Fimmtudaginn 28. nóvember ætlum við að gera okkur glaðan dag og borða saman jólamat í sal hjúkrunarheimilisins Sóltúni. Húsið opnar kl. 17:30 og borðhaldið hefst kl 18:00. Óáfengir drykkir eru innifaldir í verði en gestir geta keypt léttvín og bjór gegn vægu gjaldi. 

Sólborg Valdimarsdóttir píanóleikari kemur og heldur uppi stemningu. Auk þess ætlar dansmærin Max að heiðra okkur með nærveru sinni og dansa Bollywood dans. Ásdís Halldórsdóttir les upp úr bókinn Sú var tíðin eftir Kristján Pétur Þórðarson íbúa í Sóltúni.

Verð 6.700kr á mann við innganginn. Við verðum með posa, en það flýtir fyrir ef greitt er með seðlum. 

Tilvalið tækifæri til að bjóða fjölskyldu eða vinum upp á hátíðlega stemningu með góðum jólamat. 

            Matseðill kvöldsins 

                                           Forréttir

Jólasíld, sinnepssíld með rúgbrauði, eggjum og lauk. Reyktur og grafinn lax á salatbeði með graflaxsósu, aspas og snittubrauði

Aðalréttir

Hamborgarhryggur, kalkúnabringa, borið fram með brúnuðum kartöflum, rauðkáli, maís, romanescoblöndu, eplasalati og rjómalagaðri brúnsósu

                                        Eftirréttur

Opera súkkulaði kaka með þeyttum rjóma. Borið fram með kaffi og konfekti 

Skráning hér að ofan eða senda tölvupóst á soltunheima@soltunheima.is eða í síma 563-1400. Skráningarfrestur er fyrir kl. 12 miðvikudaginn 20.nóv.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest og njóta skemmtilegra stunda saman.