Jólahlaðborð – skráning

christmas-dinner-kf7y0tub.jpg

Miðvikudaginn 29. nóvember verður jólahlaðborð fyrir íbúa í Sóltúni 1-3 og aðstandendur þeirra í kaffiteríunni í Sóltúni hjúkrunarheimili. Þátttakendur af heilsunámskeiðunum okkar eru einnig velkomnir.

Húsið opnar klukkan 17.30 og borðhald hefst klukkan 18:00.

Forréttir

Reyktur og grafinn lax með brauði, aspas, sósu, salati, jólasíld, egg, rúgbrauð, villibráðapaté, bláberjavinaigrette, salat með berjum.

Aðalréttir

Hamborgahryggur og kalkúnabringa,  með brúnuðum kartöflum, rauðkáli, brokkálsblöndu og brúnni sósu.

Eftirréttur

Jarðaberjadesert Fraiser.

Skemmtiatriði

Gunnar Guttormsson mun leiða fólk í söng og Sveinn Einarsson mun lesa upp úr nýrri bók sem hann er að gefa út. Báðir eru íbúar í Sóltúni 1-3.

Aðalheiður Þorsteinsdóttr mun spila ljúfa jólatóna við borðhaldið.

Eigum notalega og skemmtilega kvöldstund saman og kynnumst betur nýjum nágrönnum.

Gestir geta keypt óáfenga eða áfenga drykki á barnum.

Verð aðeins 5.500 kr. á mann sem greiðist við innganginn.

Skráning hér að neðan eða í síma 5631400 eða netfanginu soltunheima@soltunheima.is.