Jafnvægisæfingar

Þegar fólk hættir að vinna minnkar oft dagleg hreyfing og smátt og smátt minnkar líkamlegur styrkur. Vöðvarýrnun fer að segja til sín og hættan á ótímabærum byltum aukast. Við þessa þróun eykst hræðslan við að detta og fólk minnkar daglega hreyfingu.

Til þess að koma sér út úr þessum vítahring er gott að taka þátt í styrktarþjálfun. Með auknum styrk í neðri hluta líkamans eykst jafnvægið og almennt gönguöryggi eykst. Einfaldar jafnvægisæfingar heima í stofu geta líka verið mjög áhrifaríkar.

Steinunn Leifsdóttir, M.Sc. í íþróttafræði og forstöðumaður Heilsu & vellíðunar hjá Sóltúni Heima sýnir í myndbandi hér að neðan einfaldar jafnvægisæfingar sem má stunda heima í stofu.  Smelltu á myndina til að opna myndbandið.

Capture