Kraftajötnar

Kall með lóð

Kraftajötnahópurinn er fyrir karlmenn sem vilja styrkja sig. Hentar bæði byrjendum sem lengra komnum sem vilja auka líkamlegan styrk og orku.

Nýtt námskeið hefst 1. september 2020. Æfingar 2x í viku á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:00 – 10:50.

Með hækkandi aldri fara vöðvarnir að rýrna og hættan á minnkandi hreyfigetu eykst. Styrktarþjálfun hefur löngu sannað gildi sitt í heilsueflingu og sem meðferðarform við stoðkerfisvanda. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að styrktarþjálfun á efri árum geti viðhaldið og jafnvel aukið vöðvamassa. Heilsueflandi áhrif styrktarþjálfunar eru því mikil. Það er aldrei of seint að byrja.

  • Styrktarþjálfun
  • Mælingar
  • Ráðgjöf
  • Fræðsla
  • Félagsskapur

Staðsetning: Íþróttahús ÍFR í Hátúni 14, 105 Reykjavík.

Kennari Ásdís Halldórsdóttir íþróttafræðingur.

Verð 53.000 kr. Skilmálar hér.

Skráðu þig hér í hópinn Kraftajötnar eða sendu okkur póst á netfangið soltunheima@soltunheima.is eða hringdu í síma 5631400.