Við bjóðum upp á faglega þjónustu hjúkrunarfræðinga.
Aðstoð við athafnir daglegs lífs
Við bjóðum upp á aðstoð við að klæða sig og snyrta á öllum tímum dagsins og getum hjálpað við böðun og við að matast.
Hjúkrunarþjónusta
Við getum séð um lyfjagjafir, eftirlit með lífsmörkum og heilsufari, og búið um sár.
Heim eftir sjúkrahúsdvöl
Það er sérstaklega viðkvæmur tími fyrir einstaklinga þegar þeir koma heim af dvöl á sjúkrahúsi. Eftirfylgni með lyfjagjöf má ekki bregðast og fylgjast þarf grannt með líðan þeirra.
Hjúkrunarráðgjöf
Við styðjum við fólk svo það geti búið heima þrátt fyrir heilsubrest eða minnkað þrek. Leiðbeinum hvernig hægt er að auðvelda sér lífið heima fyrir og aðstoðum við að laga heimilið að breyttum aðstæðum. Hjúkrunarfræðingar Sóltúns Heima geta ráðlagt um hvar og hvernig er hægt að fá þjónustu í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Að lokum má nefna að við getum komið til aðstoðar við fólk sem þarf að fylgja eftir meðferðarfyrirmælum annarra sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu.
Aðstoð við aðstandendur
Umönnun foreldra getur verið gefandi en erfið á köflum vegna anna. Sóltún Heima getur leiðbeint aðstandendum við umönnun, létt undir og veitt fræðslu.
Hafðu samband
Hafðu samband í síma 563 1400 eða netfangið soltunheima@soltunheima.is til að fá frekari upplýsingar og verð í þjónustuna.