Sóltún Heimahreyfing

 Kostir Sóltúns Heimahreyfingar eru margir:

  • Persónulegur leiðbeinandi mætir heim tvisvar í viku
  • Æfingarnar innihalda styrktaræfingar sem styrkja einkum neðri hluta líkamans og er meðal annars ætlað að auðvelda öldruðum að standa upp úr stól, stíga fram úr
    rúmi eða ganga upp stiga
  • Allar æfingaáætlanir eru einstaklingsmiðaðar í æfingakerfinu DigiRehab sem dönsk sveitarfélög hafa notað með frábærum árangri fyrir eldri borgara
  • Aukinn líkamlegur styrkur leiðir til meira sjálfstæðis og minni þörf fyrir aðstoð annarra með daglegar athafnir
  • Minnkar þörf á notkun hjálpartækja (t.d. göngugrind, staf, WC hækkunum og stoðum)
  • Heimsóknirnar eru ánægjulegt innlit sem dregur úr einangrun

Styrktarþjálfun er lykillinn að bættum lífsgæðum á efri árum – Það er aldrei of seint að byrja!

Haltu áfram

Eftir 3 mánuði geta skjólstæðingar haldið áfram í heimahreyfingu með aðstoð leiðbeinanda eða sjálfir með netáskrift að DigiRehab æfingakerfinu.

RETTAMYNDIN. RENNINGUR (003)
DigiRehab æfingakerfið er bylting í styrktarþjálfun eldri borgara með sérsniðnum æfingum fyrir hvern og einn á eigin heimili.  Rannsóknir sýna marktækan árangur á 12 vikum fyrir meirihluta þátttakenda.

Kynntu þér meira um þjónustuleiðir Sóltúns Heimahreyfingar hér…