Sóltún Heimahreyfing

Við komum til þín – Heimaæfingar tvisvar í viku með aðstoð leiðbeinanda

Sérsniðið æfingakerfi með styrktaræfingum

Byltingarkennd velferðartækni – í samstarfi við DigiRehab í Danmörku

3 af hverjum 4 ná líkamlegum framförum og verða meira sjálfbjarga

Við komum heim til þín og í upphafi er framkvæmd sérhönnuð greining á líkamlegri getu og færni í daglegu lífi.  Út frá þeim breytum kemur sérsniðið æfingakerfi frá DigiRehab sem er gagngert til að styrkja líkamlega getu.  Tvisvar í viku mætir sami starfsmaður heim og aðstoðar við æfingarnar sem birtast á spjaldtölvu.  Eftir 6 vikur er gert endurmat á heilsu og færni og æfingaplanið uppfært.

Sérhannaðar æfingar af dönskum sjúkraþjálfurum

_98A7992 kopier

Æfingarnar eru flestar gerðar til að styrkja skjólstæðingana til þess að þeir geti notið lífsins betur og sinnt daglegum athöfnum með minni aðstoð annarra. Þær eru sérhannaðar af dönskum sjúkraþjálfurum og margir hafa náð undraverðum árangri í getu.

Digirehab throun
Í DigiRehab kerfinu er auðveldlega hægt að sjá hvort árangur hafi náðst eftir tímabilið.

Til að tilætlaður árangur náist er lágmarksæfingatími 3 mánuðir en eftir þann tíma er hægt að halda áfram í áskrift með aðstoð eða kaupa áskrift að kerfinu og gera æfingarnar sjálfur enda er regluleg hreyfing nauðsynleg öllum.

Sveitarfélagið Álaborg í Danmörku mælir með notkun DigiRehab enda hefur náðst eftirtektarverður árangur í bættri hreyfigetu aldraðra sem hefur leitt til þess að margir verða sjálfstæðari á eigin heimili og hafa minni þörf fyrir heimaþjónustu.

Haltu áfram!

Eftir fyrstu þrjá mánuðina geta skjólstæðingar haldið áfram heimahreyfingu og valið á milli Framhalds A, B og C. Í öllum þjónustuleiðum nema Framhaldi C er gert stöðumat á hreyfigetu og æfingaáætlun uppfærð á 6 vikna fresti.

Framhald A – Full þjónusta

Sóltún heimahreyfing hvítt

 

Fyrir þá sem vilja halda áfram að fá heim virka leiðsögn, stuðning og hvatningu tvisvar í viku, 20 mínútur í senn.  Á 6 vikna fresti er gert stöðumat á hreyfigetu og æfingaáætlunin uppfærð miðað við stöðuna.

Framhald B – Leiðbeinandi mætir heim tvisvar í mánuði 

IMG_3715 minni

Fyrir þá sem treysta sér til að stunda æfingarnar sjálfstætt en þurfa stuðning og eftirfylgni með 30 mínútna heimsókn aðra hverja viku.  Á 6 vikna fresti er gert nýtt stöðumat á hreyfigetu og æfingaáætlun uppfærð miðað við stöðuna.  Leiðbeinandinn hvetur skjólstæðinginn til að stunda hreyfinguna samviskusamlega og skjólstæðingurinn fær innlit sem dregur úr einangrun.

Framhald C – Áskrift að DigiRehab kerfinu

Æfingamynd

Skjólstæðingur æfir sjálfur, án eftirfylgni eða aðstoðar leiðbeinanda en styðst við DigiRehab æfingakerfið sem er bæði með ítarlegar leiðbeiningar og vídeó af öllum æfingunum.

Hentar þeim sem hafa náð tökum á æfingunum og vilja halda áfram æfingum á eigin vegum eða með aðstoð ættingja. Skjólstæðingar geta notað æfingakerfið DigiRehab í spjaldtölvu eða tölvu, eina sem þarf er nettenging.

Það er aldrei of seint að lifa lífinu og Sóltún Heimahreyfing getur komið þér aftur af stað. Ef þú vilt vita meira um Sóltún Heimahreyfingu skaltu kíkja á nokkur myndbönd, lesa það sem skjólstæðingar okkar hafa um þjónustuna að segja eða rennt yfir Spurt & svarað.  Þú getur líka haft samband í síma 563 1400 eða netfangið soltunheima@soltunheima.is.

Hafðu samband!