Heilabilun

shutterstock_423337489

Aðstandendur fólks með heilabilun er oft mjög bundið við umönnun. Umönnunin getur verið krefjandi og samskiptin reynt á. Hætta er á því að umönnunaraðilinn, sem oft á tíðum er makinn, setji sínar þarfir eða áhugamál til hliðar vegna þess að allur tími fer í að gæta þess veika. Það er þó mjög mikilvægt að sinna sjálfum sér, komast út meðal fólks, sinna áhugamálum, sinna útréttingum, eigin heilsu og eiga tíma fyrir sig.

Sóltún Heima býður upp á viðveru þannig að sá sem gegnir umönnunarhlutverki hafi tækifæri til að fara út úr húsi án þess að hafa áhyggjur af ástvini sínum. 

Við bjóðum einnig upp á ráðgjöf um hvaða leiðir eru færar fyrir fjölskyldur þar sem einstaklingur er með heilabilun.  Smelltu hér til að skoða möguleikana í ráðgjöf.

Hafðu samband

Hafðu samband í síma 563 1400 eða netfangið soltunheima@soltunheima.is til að fá frekari upplýsingar og verð.