Featured

Sterkari með aldrinum með heimahreyfingu

Öll hreyfing er góð en styrktarþjálfun er sérstaklega nauðsynleg þegar aldurinn færist yfir.  Sumir komast ekki út úr húsi í tækjasal eða hópatíma og þess vegna bjóðum við upp á heimsókn frá leiðbeinanda tvisvar í viku sem mætir með sérsniðið æfingaprógramm að danskri fyrirmynd.  Kynntu þér Sóltún Heimahreyfingu hér…

Featured

Við getum létt undir

Stundum þarf svo lítið til að breyta miklu fyrir fjölskylduna.

Þarftu aðstoð við umönnun ástvinar?  Tímabundið eða til lengri tíma?  Við getum létt undir eins og ykkur hentar.

Dæmi um þjónustu sem við veitum:

Heyrðu í okkur í síma 5631400 og við finnum út úr því hvað myndi henta ykkar aðstæðum best.  Einnig getur þú sent okkur fyrirspurn á soltunheima@soltunheima.is eða hér að neðan.

Öflug heilsuefling hjá Sóltúni Heima

Ásdís Halldórsdóttir íþróttafræðingur er forstöðumaður Heilsu og vellíðunar hjá Sóltúni Heima sem sérhæfir sig í heimaþjónustu og heilsueflingu eldri borgara. Ásdís segir að heilsuefling hafi mikið að segja fyrir fólk sem er farið að eldast, sérstaklega er mikilvægt að gera styrktar- og jafnvægisæfingar þar sem jafnvægisskynið minnkar með aldrinum.

Í viðtali í Fréttablaðinu er fjallað um fjölbreytt framboð hreyfingar. Lestu greinina hér https://www.frettabladid.is/kynningar/oflug-heilsuefling-eldri-borgara/?fbclid=IwAR0CUCxe3frhLUYvEyvJMEwAhoRfm3GEIUl__Amo1KtPn4cbqMHHvrC8xew

Eldri og betri með Sóltúni Heima

Grein í Fréttablaðinu 21. september 2019

,,Okkar nálgun er persónuleg þjónusta við aldraða og aðstandendur þar sem við reynum að létta undir á heimilinu ef einstaklingur þarfnast aðstoðar við athafnir daglegs lífs vegna veikinda eða heilsubrests. Aðstandendur koma oft til bjargar en Sóltún Heima getur létt undir á heimilinu með ýmsum hætti til að aldraðir geti haldið áfram að vera í  sjálfstæðri búsetu. Þarfir þeirra og aðstandenda eru mjög misjafnar en oft eru þetta hluti af okkar daglega lífi eins og að  fara á fætur, matast eða nota salernið, fara í bað eða út í búð”, segir Þórdís Gunnarsdóttir teymisstjóri heimaþjónustu hjá Sóltúni Heima.  ,,Einnig er mikil ánægja með heimilisþrifin okkar, við erum eingöngu með íslenskumælandi starfsmenn með sveigjanlega þjónustu”.

Aðstandendur þurfa meiri aðstoð

,,Sumir eiga erfitt með að vera einir án aðstoðar annarra og aðrir geta ekki skilið maka sinn með heilsubrest eða heilabilun eina eftir heima þegar þarf að útrétta, sinna hreyfingu eða áhugamálum.  Við getum verið til staðar hjá ástvini þínum á meðan þú skreppur frá og spjallað, spilað, lesið upp dagblaðinu eða hvað sem styttir stundirnar. Félagsleg einangrun getur verið vandamál hjá mörgum öldruðum sem komast ekki mikið út úr húsi.  Við getum kíkt við eins og oft og óskað er eftir, annað hvort örstutt til að athuga líðan og kallað fram bros eða til að setjast aðeins niður yfir kaffisopa og spjalla um daginn og veginn.  Þetta getur breytt virkilega miklu fyrir einstaklinginn og aðstandendur”, heldur Þórdís áfram.

Aukin kyrrseta á efri árum eykur líkur á fallhættu

Þegar aldurinn færist yfir er algengt með aukinni kyrrsetu að eldri borgarar missi styrkleika í sérstaklega neðri hluti líkamans en það getur orðið til þess að jafnvægi versnar sem eykur líkur á fallhættu og einnig þörf á aðstoð annarra við athafnir daglegs lífs.  ,,Þess vegna er svo mikilvægt að huga að heilsunni sem fyrst á lífsleiðinni og við eftirlaun gefst kannski meiri tími til að mæta í ræktina,” segir Ásdís Halldórsdóttir, forstöðumaður Heilsu & vellíðunar hjá Sóltúni Heima.  ,,Við segjum alltaf að það er aldrei of seint að byrja og hvetjum eldri borgara sérstaklega til að stunda styrktarþjálfun til að viðhalda og auka lífsgæðin.  Við erum með mjög vinsæla styrktarþjálfunarhópa, Kraftajötna og Kjarnakonur tvisvar í viku og svo einnig sundleikfimina Vatnailjur.”

En hvað með aldraða sem hafa ekki stundað heilsurækt, eru kannski einangraðir heima hjá sér vegna heilsuleysis eða treysta sér ekki til að mæta í ræktina?

,,Við erum sérstaklega stolt af Sóltúni Heimahreyfingu sem er einstakt æfingaprógramm á Íslandi sem við notum.  Það kemur frá Danmörku og er notað í mörgum sveitarfélögum þar við styrktarþjálfun á heimili aldraðra við ótrúlegan árangur.  Starfsmaður kemur heim til viðkomandi tvisvar í viku með sérsniðið æfingakerfi í spjaldtölvu og leiðbeinir hinum aldraða.  Árangurinn er fljótur að skila sér og viðkomandi finnur hratt mun á styrkleika í neðri hluta líkamans.  Á þá auðveldara með að standa upp og setjast niður, nota klósettið, ganga stiga og komast fram úr rúminu af sjálfsdáðum.  Þetta getur dregið úr einangrun og klárlega aukið lífsgæði fólks”, segir Ásdís.

Hringið í síma 5631400 til að fá frekari upplýsingar.

Hraustari með aldrinum

Steinunn Leifsdóttir íþróttafræðingur og forstöðumaður Heilsu og vellíðunar hjá Sóltúni Heima, segir mikil og stór verkefni framundan í heilsueflingu og bættum lífsgæðum eldri borgara. ,,Þetta kemur okkur öllum við hvort sem það er akkúrat í dag eða eftir einhvern tíma, við eldumst sjálf og eigum kannski foreldra sem eldast hratt. Við getum ekki bara setið með hendur í skauti og beðið eftir nýjum hjúkrunarrýmum. Eitt af því sem við getum gert er að efla heilsu og lífsgæði með reglulegri hreyfingu.“

Sóltún Heima er heimaþjónustufyrirtæki sem leggur mikla áherslu á efla, styrkja og styðja aldraða í sjálfstæðri búsetu. Um er að ræða heimahjúkrun, heimaþjónustu, heilsuhópa og heimahreyfingu. ,,Þjónustan frá okkur getur því verið almenn hjálp við athafnir daglegs lífs sem og heilsuefling í leiðinni sem er virkilega gagnleg nálgun, skjólstæðingurinn fær aðstoð en styrkist í leiðinni“, segir Steinunn.

,,Kerfið sem við vinnum með í heimahreyfingunni er nettengd velferðatæknilausn sem við höfum umboð fyrir, hannað af dönskum sjúkraþjálfurum og kallast DigiRehab,“ segir Steinunn. „Hugsunin á bak við kerfið er að ná til þeirra sem af einhverjum ástæðum geta ekki eða vilja ekki sækja sér skipulagða þjálfun utan heimilis en eru ef til vill veikburða af veikindum eða kyrrsetu. Starfsmaður kemur þá inn á heimilið tvisvar sinnum í viku í 20 mínútur í senn og leiðbeinir við þjálfun. Æfingarnar eru í spjaldtölvu sem starfsmaðurinn hefur meðferðis og eru þar allar upplýsingar um hvaða æfingar viðkomandi á að gera og framvindan skráð.“

Í fyrstu heimsókn fer skjólstæðingur í gegnum færnimat sem kemur inn á athafnir daglegs lífs og líkamlega getu. Eftir að spurningum hefur verið svarað og nokkrir líkamlegir þættir hafa verið prófaðir útbýr kerfið sérsniðið æfingaprógramm fyrir viðkomandi skjólstæðing. „Eftir þessu prógrammi er farið í sex vikur og þá er aftur gert færnimat. Kerfið gerir kröfu á að starfsmaður framkvæmi slíkt mat á sex vikna fresti. Þannig er hægt að sjá, með auðveldum hætti virkni og framvindu þjálfunar með tilliti til líkamlegrar getu og færni í athöfnum daglegs lífs,“ segir Steinunn. 

,,Það sem einkennir þetta kerfi er einfaldleikinn í æfingunum, markviss eftirfylgni og mannlegi þátturinn sem skiptir svo miklu máli,“ segir Steinunn. ,,Þegar þetta tvennt fer saman eru miklar líkur á að árangur náist í auknum styrk og betri líðan. Með þessu er hægt að lengja þann tíma sem eldri einstaklingar geta búið sjálfstætt heima. Aukinn styrkur minnkar einnig líkur á ótímabærum byltum sem geta haft mjög alvarlegar afleiðingar.“ n

Þetta viðtal birtist í Fréttablaðinu 9. apríl 2019.

Settu heilsuna í fyrsta sæti

Aukinn styrkur er mögnuð tilfinning, hvað þá að upplifa hana á efri árum. Líkamlegur og auðvitað einnig andlegur styrkur veitir okkur sjálfstæði í búsetu og líf án takmarkana.  Með hækkandi aldri og breyttum lífsstíl við starfslok getur dregið úr hreyfingu.  Þá er sérstaklega mikilvægt að huga að heilsunni og einkum styrktarþjálfun.  Þess vegna leggjum við hjá Sóltúni Heima áherslu á styrktarþjálfun eldri borgara í sjálfstæðri búsetu.  Þeir sem hafa heilsu til geta komið til okkar í styrktarþjálfun í heilsuhópum en við vitum að það eru fjölmargir sem hafa ekki nægilegan styrk til að komast út úr húsi og þess vegna bjóðum við upp á styrktarþjálfun með leiðbeinanda á heimili aldraðra.

Sóltún  Heimahreyfing

Við komum tvisvar í viku heim með byltingarkennt æfingakerfi í spjaldtölvu sem er hannað af dönskum sjúkraþjálfurum fyrir dönsk sveitarfélög.  Markmiðið með velferðartækninni DigiRehab sem við notum er að draga úr þörf á aðstoð við athafnir daglegs lífs með því að gera aldraða líkamlega sterkari aftur.

Kynntu þér Sóltún Heimahreyfingu með því að smella hér eða hringdu í síma 5631400.

Sérsniðin þjónusta fyrir aldrað fólk

Sóltún Heima býður upp á heimaþjónustu fyrir eldri borgara sem gerir þeim kleift að búa lengur heima.  Einnig bjóðum við upp á heimahreyfingu sem styrkir fólk og gerir það meira sjálfbjarga.  Í Fréttablaðinu 22. september birtist viðtal við Ingu Láru Karlsdóttur hjúkrunarstjóra.

„Okkar megin áhersla er að styrkja og efla fólk sem kýs að búa heima hjá sér, því það er ekki aðeins stefna stjórnvalda að fólk eigi að búa lengur heima heldur er það vilji mjög margra að vera sem lengst heima hjá sér,“ segir Inga Lára Karlsdóttir, hjúkrunarstjóri Sóltúns Heima.

„Við hjá Sóltúni Heima bjóðum upp á heimaþjónustu fyrir eldri borgara og erum með því að mæta ákveðinni eftirspurn. Öldruðum fjölgar hlutfallslega hraðar en öðrum aldurshópum og opinberir aðilar hafa ekki náð að anna þeirri eftirspurn sem hefur myndast eftir þjónustu.“

Inga Lára segir ýmist að eldri borgarar leiti til þeirra sjálfir en einnig hafi aðstandendur samband. „Víða hafa myndast biðlistar eftir þjónustu hjá sveitarfélögunum og fólk kemst ekki að eða sú þjónusta sem er í boði hjá hinu opinbera dugar ekki til. Þá leitar fólk til okkar.

Sérsniðnar lausnir

Þarfir fólks eru mismunandi. Sumir þurfa aðstoð við hvunndagslegar athafnir, aðrir þurfa að fá þrif og enn aðrir hjúkrunaraðstoð. „Við veitum fólki sem leitar til okkar ráðgjöf og finnum út hvaða leiðir eru færar til að létta því lífið. Það fer eftir vilja og þörfum hvers og eins hversu oft við komum og á hvaða tímum. Þá reynum við ávallt að vera sveigjanleg. Stundum bætum við í þjónustuna og þéttum heimsóknir til dæmis á meðan aðstandendur fara í burtu í frí,“ segir Inga Lára. Þjónusta Sóltúns Heima er afar fjölbreytt og þar starfar breiður hópur starfsmanna, ófaglært fólk, félagsliðar, hjúkrunarfræðingar og íþróttafræðingar.

Sóltún Heimahreyfing

Inga Lára segir ekki aðeins nauðsynlegt að sinna þörfum fólks heldur sé afar mikilvægt að styrkja það og efla líkamlega. „Við skoðuðum hvernig þessum hlutum er háttað í nágrannalöndunum og kynntumst  þá á æfingakerfinu DigiRehab sem var þróað af dönskum sjúkraþjálfum og er mikið notað í heimaþjónustu í Danmörku.“ Inga Lára segir árangurinn af DigiRehab hafa verið mjög góðan. Reynslan í Danmörku sýnir að draga megi úr heimaþjónustu um allt að klukkustund á viku eftir tólf vikna heimahreyfingu. Auk þess stuðlar heimahreyfingin að bættum lífsgæðum og þörfin á frekari þjónustu seinkar.

„Við köllum íslensku útgáfuna Sóltún Heimahreyfing og okkar hugmynd er að grípa inní og styrkja fólk til að það geti verið sjálfbjarga lengur. Heimahreyfingin fléttast vel inn í heimaþjónustuna sem við bjóðum uppá. Sami starfsmaðurinn getur hjálpað fólki með matinn, aðstoðað fólk út í búð og hjálpað viðkomandi við að gera æfingarnar.“

Sóltún Heimahreyfing er sérsniðin að hverjum og einum. „Æfingakerfið reiknar út hvaða æfingar henta best. Æfingarnar eru gerðar til að styrkja skjólstæðingana til þess að þeir geti notið lífsins betur og sinnt daglegum athöfnum með minni aðstoð annarra,“ segir Inga Lára og telur árangurinn mjög góðan.  Steinunn Leifsdóttir, íþróttafræðingur og forstöðumaður Heilsu & Vellíðunar hjá Sóltúni Heima stýrir heimahreyfingunni.

Hafðu samband

Hringdu í síma 5631400 eða sendu tölvupóst á soltunheima@soltunheima.is ef þú vilt vita meira eða panta þjónustu.

Þjálfunin eykur lífsgæðin

Hávarður Emilsson húsasmíðameistari segir aldrei of seint að byrja að hreyfa sig. Hann er 73 ára og byrjaði í styrktarþjálfun hjá Sóltúni Heima í fyrrahaust og sér ekki eftir því. Í Fréttablaðinu 24. ágúst birtist skemmtilegt viðtal við hann.

“Hávarður segir að heilsan hafi sjaldan verið betri en nú. „Maður á mínum aldri er ekki mikið fyrir að fara í leikfimi og í raun hef ég aldrei stundað neina líkamsrækt. Konunni minni fannst hins vegar kominn tími til að ég gerði eitthvað í mínum málum og kæmi mér í betra form. Þegar ég sá auglýsingu frá Sóltúni Heima ákvað ég að skrá mig á námskeið og ætlaði að reyna að halda það út fram að jólum. Og hér er ég enn,“ segir Hávarður glaður í bragði en hann sækir námskeiðið Kraftajötnar sem haldið er í íþróttahúsi fatlaðra, ÍFR, í Hátúni 15 í Reykjavík. Boðið er upp á samskonar námskeið fyrir konur sem kallast Kjarnakonur en Sóltún Heima býður upp á sérsniðna þjónustu fyrir 60 ára og eldri.

Tímarnir byrja á upphitun, síðan taka við styrktaræfingar og loks teygjur. Hávarður segir tímana svo skemmtilegir að þeir fljúgi áfram. „Ég var ótrúlega fljótur að finna mun á mér og komast í gott form. Ég var eiginlega hissa hvað það tók stuttan tíma. Jafnvægið er betra og ég er ekki eins stirður. Mér finnst betra að beygja mig. Núna sest ég niður í stól en hlamma mér ekki niður eins og áður. Það skemmir ekki fyrir hvað félagsskapurinn er góður. Ég hef kynnst fjölda stráka á mínum aldri, af öllum stigum þjóðfélagsins, sem eru með mér í tímum. Eftir leikfimina setjumst við niður, fáum okkur kaffi og þá er um margt skrafað. Það er mikil stemning í þessum góða hópi,“ segir hann.

Tólf kíló fokin á einu ári
Hávarður tók mataræðið einnig föstum tökum og nú eru 12 kíló fokin á einu ári. „Þótt þetta séu ekki mörg kíló á ég miklu auðveldara með að hreyfa mig og fara um. Konan mín segist eiga alveg nýjan mann,“ segir Hávarður brosandi en hann hefur líka svo gott sem lagt bílnum og tekið fram hjólið í staðinn. „Núna er ég kominn í það gott form að ég get farið allar mínar ferðir á hjóli. Ég hjóla t.d. alltaf út í búð og kaupi í matinn. Bílinn er bara geymdur fyrir utan húsið okkar.“

Þegar Hávarður er spurður hvort hann hafi átt von á svona jákvæðum breytingum á heilsufarinu segir hann svo ekki vera. „Nei, ég átti ekki von á svona miklum breytingum. Ég er kominn á þann aldur að ég er búinn að fara í hnjáskipti og hef fengið blóðtappa oftar en einu sinni en ég finn ekkert fyrir þessu núna. Ég er sannfærður um að þjálfunin eykur lífsgæðin og mér finnst hreyfingin mjög skemmtileg. Svo má ekki gleyma að kennararnir eru afar góðir. Ég mæli heilsuhugar með Sóltúni Heima fyrir stráka á mínum aldri.”

Vertu velkomin

Það er fullt í Kraftajötnahópinn kl. 10 á þriðjudögum og fimmtudögum en örfá laus pláss kl. 9.  Skráðu þig hér, sendu tölvupóst á soltunheima@soltunheima.is eða hringdu í síma 5631400 og tryggðu þér pláss!

Bætum þjónustu við aldraða

“Eflum og styrkjum aldraða sem búa heima hjá sér með sveigjanlegri heimaþjónustu og notum nýjar forvarnarleiðir með velferðartækni að leiðarljósi.”

Í nýlegum Talnabrunni landlæknis kemur fram að stærra hlutfall eldra fólks býr á hjúkrunarheimilum og dvalarheimilum hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Fyrir marga er nauðsynlegt að komast inn á hjúkrunarheimili en biðin er of löng fyrir stóran hóp fólks og erfið fyrir þá sem standa viðkomandi nærri. Margsinnis hafa birst fréttir af yfirfullum Landspítala af fólki sem hefur fengið samþykki fyrir dvöl á hjúkrunarheimili og getur ekki farið heim til sín á meðan beðið er eftir plássi. Þau mál þarf að leysa og því ætti að skoða betur hvort einhverjir einstaklingar gætu dvalið heima ef heimahjúkrun og heimaþjónusta væri aukin og efld ásamt því að leita nýrra leiða til að draga úr vandanum.

Á Norðurlöndunum hefur verið áhersla á aukið valfrelsi og það er eitthvað sem þyrfti að standa eldri borgurum til boða hér á landi. Aldraðir ættu að hafa val um hvort auka eigi heimaþjónustu og heimahjúkrun eða að þiggja hjúkrunarrými, að minnsta kosti á meðan sú þjónusta er ekki kostnaðarsamari en hjúkrunarrýmið. Fyrir mörgum skiptir það miklu máli og hefur mikið með lífsgæði fólks að gera að geta búið sem lengst á eigin heimili og með sínum maka. Það er opinber stefna að fólk búi sem lengst heima en forsendan fyrir því að fólk sem er farið að tapa heilsunni geti það er að efla þjónustu í heimahúsum. Þjónustan þarf að vera í takt við ólíkar þarfir fólks og fjölskyldna þeirra því hópur aldraðra sem þarf heimaþjónustu er síður en svo einsleitur og aðstæður þeirra misjafnar. Þá væri það framfaraskref ef fólk hefði eitthvað val um það hver það er sem kemur heim og veitir þjónustu þar sem þetta er afar persónuleg þjónusta.

Það er staðreynd að fjölskyldumeðlimir sinna stórum hluta umönnunar og því er kominn tími til að viðurkenna það og veita umönnunaraðilum meiri stuðning og byggja þjónustuna upp í samráði við þá. Margir aðstandendur vilja sinna sínu fólki vel og myndu án efa fagna því ef samráð við fagfólk væri meira og þjónusta inn á heimilið sveigjanlegri. Ef fjölskyldumeðlimur ætlar í frí þá væri hentugast að þjónustuaðilarnir sem þekkja vel til taki að sér meiri umönnun og viðveru á meðan. Það þurfa allir frí og það er mjög mikilvægt að passa upp á að aldraðir einstaklingar sem sinna umönnun veikra maka sinna fái tíma til að sinna eigin heilsu og félagslífi. Að öðrum kosti brennur umönnunaraðilinn fljótt út og þjónustuþörf þeirra beggja eykst, fyrst inni á heimilinu en þörf fyrir hjúkrunarrými mun einnig verða nauðsynlegri fyrr.

Íslenska þjóðin er að eldast og á næstu árum mun fjölga hratt í þeim aldurshópi sem þarf aðstoð við athafnir í daglegu lífi. Það er því kominn tími til að skoða hvað aðrar þjóðir í kringum okkur hafa verið að gera og finna nýjar leiðir til að bregðast við þessari fjölgun í aldurshópnum með velferðartækni og nýrri nálgun sem felst í því að draga úr eftirspurninni eftir þjónustu. DigiRehab er velferðartækni frá Danmörku sem hefur reynst mjög vel í dönskum sveitarfélögum en það er styrktarþjálfunarkerfi sem er hannað af sjúkraþjálfurum en veitt af heimaþjónustustarfsfólki. Þetta eru einfaldar styrktar- og jafnvægisæfingar sem stuðla að bættri sjálfsbjargargetu og dregur úr byltuhættu og þörf á hjálpartækjum á einungis þremur mánuðum. Með því að innleiða slíkt í heimaþjónustu hér má bæði stuðla að betri lífsgæðum fyrir þá sem fá þjálfun og lægri kostnaði fyrir ríki og sveitarfélög sem standa straum af honum að miklu leyti. Það er vel hægt að efla eldra fólk og virkja betur þann auð sem elstu þegnar landsins búa yfir. Við höfum trú á því að mörgum þyki eftirsóknarvert að búa yfir því sjálfstæði sem búseta á eigin heimili getur veitt. Við mælum með því að við drögum úr forræðishyggju í málefnum aldraðra, veitum þeim aukið val og leggjum áherslu á að styrkja og efla fólk. Þannig drögum við úr þörf á hjúkrunarrýmum, heimaþjónustu og heimahjúkrun og stuðlum ennfremur að áhyggjulausu ævikvöldi á eigin heimili.

Inga Lára og color
Inga Lára Karlsdóttir

Ásdís Halldórsdóttir 200 of color
Ásdís Halldórsdóttir

Þessi grein birtist í Morgunblaðinu 21. apríl 2018.  Greinarhöfundar eru Inga Lára Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarstjóri og Ásdís Halldórsdóttir íþróttafræðingur og forstöðumaður Heilsu & Vellíðan hjá  Sóltúni Heima.  Hafðu samband í síma 5631400 ef þú vilt vita heyra í þeim.

Heimahreyfing í Reykjavíkurborg

Sóltún Heima fékk á dögunum þjónustusamning til 1 árs vegna tilraunaverkefnis í samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar.  Í verkefninu munu valdir eldri borgarar sem fá heimaþjónustu hjá borginni njóta sérsniðnar styrktarþjálfunar á eigin heimili með tilstillil DigiRehab velferðartækninni sem Sóltún Heima er með umboð fyrir.  Á aðeins 12 vikum geta veikburða aldraðir einstaklingar fengið marktækan styrk aftur sem getur þýtt minni þörf fyrir aðstoð annarra.  Það veitir bæði bætt lífsgæði fyrir einstaklinginn en dregur einnig úr kostnaði við heimaþjónustu þar sem viðkomandi þarf minni þjónustu.

Starfsmenn Sóltúns Heima eru mjög stoltir af þessari viðurkenningu og spenntir yfir samstarfinu við Reykjavíkurborg.  Takmarkaður hópur eldri borgara mun njóta góðs af þessu verkefni.  Hafir þú áhuga á að fá heimahreyfinguna beint frá Sóltúni Heima, skoðaðu nánar með því að smella hér.