Aðstoð við böðun

Öllum líður betur eftir gott bað.  Þegar heilsan bregst okkur, þá gætum við þarfnast aðstoðar við böðun og oftar en ekki stendur til boða aðeins eitt skipti í viku frá sveitarfélaginu.  Fyrir marga er það ekki nóg.  Heyrðu í okkur í síma 5631400 eða sendu okkur skilaboð hér að neðan ef þú telur að viðContinue reading „Aðstoð við böðun“

Biðin eftir hjúkrunarrými

Um hundrað aldraðir bíða eftir rými á hjúkrunarheimili inni á Landspítalanum. Hvernig virkar umsóknarferlið um hjúkrunarrými?  Hvaða úrræði eru til boða hjá sveitarfélaginu?  Hvernig getur Sóltún Heima létt undir þannig að ástvinur okkar eigi áhyggjulaust ævikvöld á mannsæmandi stað?  Skoðaðu hvað er í boði í þjónustu og ráðgjöf með því að smella á Daglegt líf hér að ofan eða heyrðu í okkur í síma 5631400.

Fjölskylduráðgjöf

Margir upplifa úrræðaleysi þegar nákominn ættingi okkar lendir á spítala eða heilsunni hefur hrakað mikið.  Hvaða úrræði eru í boði fyrir þann sem er veikur og aðstandendur?  Hvaða þjónusta er í boði fyrir ástvin okkar svo hann geti búið þægilega heima?  Hvað ef þörf er á hjúkrunarrými, hvernig er best að snúa sér í því? Sóltún Heima býður fjölbreytta ráðgjöf fyrir fjölskyldur.