Öflug heilsuefling hjá Sóltúni Heima

Ásdís Halldórsdóttir íþróttafræðingur er forstöðumaður Heilsu og vellíðunar hjá Sóltúni Heima sem sérhæfir sig í heimaþjónustu og heilsueflingu eldri borgara. Ásdís segir að heilsuefling hafi mikið að segja fyrir fólk sem er farið að eldast, sérstaklega er mikilvægt að gera styrktar- og jafnvægisæfingar þar sem jafnvægisskynið minnkar með aldrinum. Í viðtali í Fréttablaðinu er fjallaðContinue reading “Öflug heilsuefling hjá Sóltúni Heima”

Sterkari með aldrinum með heimahreyfingu

Öll hreyfing er góð en styrktarþjálfun er sérstaklega nauðsynleg þegar aldurinn færist yfir. Sumir komast ekki út úr húsi í tækjasal eða hópatíma og þess vegna bjóðum við upp á heimsókn frá leiðbeinanda tvisvar í viku sem mætir með sérsniðið æfingaprógramm að danskri fyrirmynd.

Sérsniðin þjónusta fyrir aldrað fólk

Sóltún Heima býður upp á heimaþjónustu fyrir eldri borgara sem gerir þeim kleift að búa lengur heima. Einnig bjóðum við upp á heimahreyfingu sem styrkir fólk og gerir það meira sjálfbjarga. Í Fréttablaðinu 22. september birtist viðtal við Ingu Láru Karlsdóttur hjúkrunarstjóra.

Bætum þjónustu við aldraða

“Eflum og styrkjum aldraða sem búa heima hjá sér með sveigjanlegri heimaþjónustu og notum nýjar forvarnarleiðir með velferðartækni að leiðarljósi,” segja Inga Lára Karlsdóttir hjúkrunarstjóri og Ásdís Halldórsdóttir forstöðumaður Heilsu & Vellíðan hjá Sóltúni Heima í innsendri grein í Morgunblaðinu 21. apríl sl.