Við gerum kröfu um að allt starfsfólk okkar sé gott í gegn og starfi af heilindum, kærleika og umhyggju fyrir skjólstæðingum okkar. Hver og einn starfsmaður er mikilvægur hlekkur í þjónustu okkar og þess vegna skiptir máli að velja framúrskarandi faglega og þjónustulundaða einstaklinga til liðs við Sóltún Heima. Íslenskukunnátta skilyrði og æskilegt að viðkomandi hafi bifreið til umráða. Ef þú vilt starfa með okkur og hjálpa okkur að hjálpa öðrum sendu okkur þá upplýsingar um þig á soltunheima@soltunheima.is eða hringdu í síma 563 1400.
Við viljum gjarnan heyra frá þér.