Sækja um starf

shutterstock_558692338sm.jpg
Við gerum kröfu um að allt starfsfólk okkar sé gott í gegn og starfi af heilindum, kærleika og umhyggju fyrir skjólstæðingum okkar.  Hver og einn starfsmaður er mikilvægur hlekkur í þjónustu okkar og þess vegna skiptir máli að velja framúrskarandi faglega og þjónustulundaða einstaklinga til liðs við Sóltún Heima.

Við leitum að hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og starfsmönnum heimilisþrif, í heimaþjónustu og heimahreyfingu í hlutastörf.  Íslenskukunnátta skilyrði og æskilegt að viðkomandi hafi bifreið til umráða.  Ef þú vilt starfa með okkur og hjálpa okkur að hjálpa öðrum sendu okkur þá upplýsingar um þig á soltunheima@soltunheima.is eða hringdu í síma 563 1400.  Við viljum gjarnan heyra frá þér.