Sóltún Heimahreyfing er sérsniðin styrktarþjálfun fyrir aldraða á eigin heimili og nú geta notendur fengið þjónustuna niðurgreidda búi þeir í Hafnarfirði. Frístundastyrk er sótt um á mínum síðum á heimasíðu Hafnarfjarðar.
Frístundastyrkurinn er tekjutengdur þannig að þeir sem eru með yfir 426.825.- eiga ekki rétt á styrk.
Umsækjendur um frístundastyrk þurfa að framvísa greiðslukvittun.
Það er ekki gerð krafa um að hreyfingin sé til lengri tíma. Hér eru frekari upplýsingar um frístundastyrkinn https://www.hafnarfjordur.is/ibuar/felagsthjonusta/eldri-borgarar/.
Nánar um heimahreyfinguna hér