Eldri og hraustari á eigin heimili

skrifaði

„Sóltún Heima er alhliða heimaþjónusta fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu. Í henni felst heimahjúkrun, félagslegur stuðningur, þrif, böðun, aðstoð við húsverk, eldamennsku og innkaup, og svo heimahreyfingin sem er stoltið okkar og einstakt fyrirbæri á Íslandi,“ segir Bryndís Guðbrandsdóttir, forstöðumaður dag- og heimaþjónustu Sóltúns Heima.

Heimahreyfing Sóltúns Heima byggir á danska æfingakerfinu DigiRehab sem var hannað af sjúkraþjálfurum og er sérsniðið fyrir eldri borgara sem þarfnast aðstoðar við daglegar athafnir.

„Æfingarnar eru einstaklingsmiðaðar og lögð áhersla á að styrkja líkamlega þætti sem eru veikir hjá hverjum og einum. Styrktaræfingar fara fram heima þangað sem starfsmaður mætir og leiðbeinir með aðstoð spjaldtölvu við að gera æfingarnar tvisvar í viku. Eftir sex vikur er gert endurmat og æfingakerfið uppfært í átt að betri líkamsstyrk. Miðað er við þriggja mánaða æfingaprógramm til að ná tilætluðum árangri en þetta gerir fólki kleift að búa lengur heima við betri lífsgæði, minnkað þörf fyrir hjálpartæki og dregið úr líkum á dvöl á spítala eða hjúkrunarheimili,“ útskýrir Bryndís.

Sóltún Heima hefur einkarétt á notkun DigiRehab-æfingakerfisins hér á landi.

„Heimahreyfing hefur mikið verið notuð í dönskum sveitarfélögum og sýnir reynslan að eftir aðeins tólf vikna æfingaprógram minnkar að meðaltali þörf á þjónustu um klukkustund hjá þeim sem hafa verið með mikla þjónustu. Fólk finnur fljótt mun á sér til hins betra; það styrkist og verður hraustara, þarf minni aðstoð við daglega hluti og verður sjálfsöruggara í daglegu lífi sínu heima.  Við höfum boðið upp á þessa þjónustu á Íslandi frá 2017 með frábærum árangri og ánægju viðskiptavina. Að verða eldri og betri með markvissri hreyfingu er það við mælum með að eldri borgarar leggi áherslu á til að bæta lífsgæðin sín og það er aldrei of seint að byrja, við höfum verið með fólk á tíræðisaldri í heimahreyfingu,“ segir Halla Thoroddsen, framkvæmdastjóri Sóltúns öldrunarþjónustu.

Heimahreyfing er góð byrjun

Í dag eru langir biðlistar eftir heimahjúkrun á vegum ríkisins og því leita margir til Sóltúns Heima til að brúa bilið þar til heimahjúkrun býðst.

„Það er bagalegt að fólk útskrifist af spítala en fái ekki heimahjúkrun strax. Því hringja margir til okkar í neyð og við getum aðstoðað með margvíslegum hætti.  Þjónustan virkar þannig að pantaður er hálftími, klukkutími eða lengra og við komum og erum til staðar allan þann tíma. Hún segir marga panta fleiri en eina þjónustu í kringum heimahreyfinguna, svo sem þrif og böðun. Heimahreyfingin er oft góð byrjun fyrir fjölskyldur ef hinn aldraði vill ekki þiggja félagslega þjónustu sem er algengt en getur valdið streitu innan fjölskyldunnar.“

„Yngri kynslóðir munu aldrei sætta sig við að verða baðaðar einu sinni í viku, en það er algengt hjá venjulegri heimahjúkrun og á hjúkrunarheimilum. Því kaupa eldri borgarar sér auka böðun hjá Sóltúni Heima, fá hjálp við að elda matinn og ýmislegt fleira sem er ekki í boði hjá hinu opinbera. Þá er þjónusta Sóltúns Heima sveigjanleg og notendavæn. Við erum einnig að fara inn á hjúkrunarheimili og veita þjónustu þangað inn þegar aðstandendur vilja bæta við aðhlynninguna þar.“

Sjálfsögð lífsgæði eldri borgara

Sóltún Heima er sjálfstæð rekstrareining Sóltúns öldrunarþjónustu sem einnig rekur hjúkrunarheimilið Sólvang í Hafnarfirði.

„Fyrirbyggjandi heilsurækt er gríðarlega mikilvæg og með því að fara í heimahreyfingu sinnum við félagslegum þáttum í leiðinni. Þarfir fólks eru jú mismunandi, en með heimahreyfingu eykst því styrkur til að geta klætt sig sjálft, standa upp úr stól eða WC, farið út með ruslið og annað sem áður þurfti aðstoð með. Allt sparar það stórfé í heilbrigðis- og félagslega kerfinu; að fólk geti búið lengur heima. Því er sannarlega mikilvægt að bjóða upp á þjónustu sem okkar, en því miður hafa ekki allir efni á henni á meðan sveitarfélögin taka ekki öll þátt í að niðurgreiða hana. Við þurfum að hugsa í lausnum um hvernig við getum komið í veg fyrir og seinkað því að fólk þurfi alla þessa þjónustu, í stað þess að slökkva sífellt elda eða hafa Landspítalann á viðvörunarljósum. Þjónusta eins og við bjóðum í Sóltúni Heima er sjálfsögð lífsgæði fyrir eldri borgara sem þurfa á hjálp að halda, og ætti með réttu að vera niðurgreidd af öllum sveitarfélögum, rétt eins og endurhæfing eldri borgara er orðin algeng fyrir yngri og hressara aldurshópinn. Í Sóltúni Heima sinnum við oft veikburða og hrumu fólki sem treystir sér ekki til að fara út og er jafnvel félagslega einangrað, en þarf sjálfsagða þjónustu engu að síður. Vonandi verður fljótt gerð bragarbót á því og nú þegar hefur Kópavogur samið við okkur og endurnýjað leyfi til heimahreyfingar í sínu sveitarfélagi og eldri borgarar Hafnarfjarðar geta nýtt íþróttastyrk sinn upp í heimahreyfinguna,“ segir Bryndís.

Hafið samband í síma 563 1400 eða netfangið soltunheima@soltunheima.is til að fá frekari upplýsingar og verð í þjónustuna.

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 3. mars 2022.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s