Eldri og betri með Sóltúni Heima

Grein í Fréttablaðinu 21. september 2019

,,Okkar nálgun er persónuleg þjónusta við aldraða og aðstandendur þar sem við reynum að létta undir á heimilinu ef einstaklingur þarfnast aðstoðar við athafnir daglegs lífs vegna veikinda eða heilsubrests. Aðstandendur koma oft til bjargar en Sóltún Heima getur létt undir á heimilinu með ýmsum hætti til að aldraðir geti haldið áfram að vera í  sjálfstæðri búsetu. Þarfir þeirra og aðstandenda eru mjög misjafnar en oft eru þetta hluti af okkar daglega lífi eins og að  fara á fætur, matast eða nota salernið, fara í bað eða út í búð”, segir Þórdís Gunnarsdóttir teymisstjóri heimaþjónustu hjá Sóltúni Heima.  ,,Einnig er mikil ánægja með heimilisþrifin okkar, við erum eingöngu með íslenskumælandi starfsmenn með sveigjanlega þjónustu”.

Aðstandendur þurfa meiri aðstoð

,,Sumir eiga erfitt með að vera einir án aðstoðar annarra og aðrir geta ekki skilið maka sinn með heilsubrest eða heilabilun eina eftir heima þegar þarf að útrétta, sinna hreyfingu eða áhugamálum.  Við getum verið til staðar hjá ástvini þínum á meðan þú skreppur frá og spjallað, spilað, lesið upp dagblaðinu eða hvað sem styttir stundirnar. Félagsleg einangrun getur verið vandamál hjá mörgum öldruðum sem komast ekki mikið út úr húsi.  Við getum kíkt við eins og oft og óskað er eftir, annað hvort örstutt til að athuga líðan og kallað fram bros eða til að setjast aðeins niður yfir kaffisopa og spjalla um daginn og veginn.  Þetta getur breytt virkilega miklu fyrir einstaklinginn og aðstandendur”, heldur Þórdís áfram.

Aukin kyrrseta á efri árum eykur líkur á fallhættu

Þegar aldurinn færist yfir er algengt með aukinni kyrrsetu að eldri borgarar missi styrkleika í sérstaklega neðri hluti líkamans en það getur orðið til þess að jafnvægi versnar sem eykur líkur á fallhættu og einnig þörf á aðstoð annarra við athafnir daglegs lífs.  ,,Þess vegna er svo mikilvægt að huga að heilsunni sem fyrst á lífsleiðinni og við eftirlaun gefst kannski meiri tími til að mæta í ræktina,” segir Ásdís Halldórsdóttir, forstöðumaður Heilsu & vellíðunar hjá Sóltúni Heima.  ,,Við segjum alltaf að það er aldrei of seint að byrja og hvetjum eldri borgara sérstaklega til að stunda styrktarþjálfun til að viðhalda og auka lífsgæðin.  Við erum með mjög vinsæla styrktarþjálfunarhópa, Kraftajötna og Kjarnakonur tvisvar í viku og svo einnig sundleikfimina Vatnailjur.”

En hvað með aldraða sem hafa ekki stundað heilsurækt, eru kannski einangraðir heima hjá sér vegna heilsuleysis eða treysta sér ekki til að mæta í ræktina?

,,Við erum sérstaklega stolt af Sóltúni Heimahreyfingu sem er einstakt æfingaprógramm á Íslandi sem við notum.  Það kemur frá Danmörku og er notað í mörgum sveitarfélögum þar við styrktarþjálfun á heimili aldraðra við ótrúlegan árangur.  Starfsmaður kemur heim til viðkomandi tvisvar í viku með sérsniðið æfingakerfi í spjaldtölvu og leiðbeinir hinum aldraða.  Árangurinn er fljótur að skila sér og viðkomandi finnur hratt mun á styrkleika í neðri hluta líkamans.  Á þá auðveldara með að standa upp og setjast niður, nota klósettið, ganga stiga og komast fram úr rúminu af sjálfsdáðum.  Þetta getur dregið úr einangrun og klárlega aukið lífsgæði fólks”, segir Ásdís.

Hringið í síma 5631400 til að fá frekari upplýsingar.

Leave a Reply

%d bloggers like this: