Sóltún öldrunarþjónusta ehf rekur einnig Sólvang hjúkrunarheimili í Hafnarfirði með 60 hjúkrunarrýmum í nýju húsnæði sem tekið var í notkun í september. Til stendur að gera gamla Sólvang upp og breyta í 33 einbýli en í kjölfar samnings við Sjúkratryggingar Íslands verða frá og með 1. október 2019 rekin tímabundin biðrými fyrir 38 aldraða. Biðrýmin eru ætluð öldruðum sem bíða eftir varanlegu hjúkrunarrými á nýju hjúkrunarheimili Hrafnistu á Sléttuvegi sem er í byggingu og verður tekið í notkun næsta vor. Þá munu allir 38 íbúar flytjast yfir á Sléttuveg.
