Hraustari með aldrinum

skrifaði

Steinunn Leifsdóttir íþróttafræðingur og forstöðumaður Heilsu og vellíðunar hjá Sóltúni Heima, segir mikil og stór verkefni framundan í heilsueflingu og bættum lífsgæðum eldri borgara. ,,Þetta kemur okkur öllum við hvort sem það er akkúrat í dag eða eftir einhvern tíma, við eldumst sjálf og eigum kannski foreldra sem eldast hratt. Við getum ekki bara setið með hendur í skauti og beðið eftir nýjum hjúkrunarrýmum. Eitt af því sem við getum gert er að efla heilsu og lífsgæði með reglulegri hreyfingu.“

Sóltún Heima er heimaþjónustufyrirtæki sem leggur mikla áherslu á efla, styrkja og styðja aldraða í sjálfstæðri búsetu. Um er að ræða heimahjúkrun, heimaþjónustu, heilsuhópa og heimahreyfingu. ,,Þjónustan frá okkur getur því verið almenn hjálp við athafnir daglegs lífs sem og heilsuefling í leiðinni sem er virkilega gagnleg nálgun, skjólstæðingurinn fær aðstoð en styrkist í leiðinni“, segir Steinunn.

,,Kerfið sem við vinnum með í heimahreyfingunni er nettengd velferðatæknilausn sem við höfum umboð fyrir, hannað af dönskum sjúkraþjálfurum og kallast DigiRehab,“ segir Steinunn. „Hugsunin á bak við kerfið er að ná til þeirra sem af einhverjum ástæðum geta ekki eða vilja ekki sækja sér skipulagða þjálfun utan heimilis en eru ef til vill veikburða af veikindum eða kyrrsetu. Starfsmaður kemur þá inn á heimilið tvisvar sinnum í viku í 20 mínútur í senn og leiðbeinir við þjálfun. Æfingarnar eru í spjaldtölvu sem starfsmaðurinn hefur meðferðis og eru þar allar upplýsingar um hvaða æfingar viðkomandi á að gera og framvindan skráð.“

Í fyrstu heimsókn fer skjólstæðingur í gegnum færnimat sem kemur inn á athafnir daglegs lífs og líkamlega getu. Eftir að spurningum hefur verið svarað og nokkrir líkamlegir þættir hafa verið prófaðir útbýr kerfið sérsniðið æfingaprógramm fyrir viðkomandi skjólstæðing. „Eftir þessu prógrammi er farið í sex vikur og þá er aftur gert færnimat. Kerfið gerir kröfu á að starfsmaður framkvæmi slíkt mat á sex vikna fresti. Þannig er hægt að sjá, með auðveldum hætti virkni og framvindu þjálfunar með tilliti til líkamlegrar getu og færni í athöfnum daglegs lífs,“ segir Steinunn. 

,,Það sem einkennir þetta kerfi er einfaldleikinn í æfingunum, markviss eftirfylgni og mannlegi þátturinn sem skiptir svo miklu máli,“ segir Steinunn. ,,Þegar þetta tvennt fer saman eru miklar líkur á að árangur náist í auknum styrk og betri líðan. Með þessu er hægt að lengja þann tíma sem eldri einstaklingar geta búið sjálfstætt heima. Aukinn styrkur minnkar einnig líkur á ótímabærum byltum sem geta haft mjög alvarlegar afleiðingar.“ n

Þetta viðtal birtist í Fréttablaðinu 9. apríl 2019.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s