Á næstunni verða skemmtilegar göngur sem við hvetjum alla til að taka þátt í. Þann 29. mars munum við ganga í Elliðárdalnum að skoða lífríki, sögu og jarðfræði og 16. apríl heimsækjum við Grasagarð Reykjavíkur. Engin skráning nauðsynleg, bara mæta með góða skapið. Aðgangur ókeypis.
Ganga um Elliðárdal
Föstudaginn 29. mars nk kl 10:00 ætlum við að fara í göngu í Elliðaárdalnum. Lífríki, saga og jarðfræði verður skoðuð á meðan við eflum líkama og sál með skemmtilegri göngu. Steinunn Leifsdóttir íþróttafræðingur mun leiða gönguna. Mæting við gömlu rafstöðina.
Ganga í Grasagarðinum
Þriðjudaginn 16. apríl kl 10:00 verður Grasagarður Reykjavíkur skoðaður með aðstoð Bjarkar Þorleifsdóttur. Það eru fáir sem vita jafn mikið um Grasagarðinn og með hennar hjálp verða minnslu illgresi áhugaverð. Mjög skemmtileg ganga með ennþá skemmtilegri fróðleik. Mæting við aðalinngang grasagarðsins og húsdýragarðsins.