Aukinn styrkur er mögnuð tilfinning, hvað þá að upplifa hana á efri árum. Líkamlegur og auðvitað einnig andlegur styrkur veitir okkur sjálfstæði í búsetu og líf án takmarkana. Með hækkandi aldri og breyttum lífsstíl við starfslok getur dregið úr hreyfingu. Þá er sérstaklega mikilvægt að huga að heilsunni og einkum styrktarþjálfun. Þess vegna leggjum við hjá Sóltúni Heima áherslu á styrktarþjálfun eldri borgara í sjálfstæðri búsetu. Þeir sem hafa heilsu til geta komið til okkar í styrktarþjálfun í heilsuhópum en við vitum að það eru fjölmargir sem hafa ekki nægilegan styrk til að komast út úr húsi og þess vegna bjóðum við upp á styrktarþjálfun með leiðbeinanda á heimili aldraðra.
Sóltún Heimahreyfing
Við komum tvisvar í viku heim með byltingarkennt æfingakerfi í spjaldtölvu sem er hannað af dönskum sjúkraþjálfurum fyrir dönsk sveitarfélög. Markmiðið með velferðartækninni DigiRehab sem við notum er að draga úr þörf á aðstoð við athafnir daglegs lífs með því að gera aldraða líkamlega sterkari aftur.
Kynntu þér Sóltún Heimahreyfingu með því að smella hér eða hringdu í síma 5631400.