Við kynnum með stolti Steinunni Leifsdóttur sem kemur til starfa hjá Sóltúni Heima 4. september. Hún mun stýra heilsuhópum og félagsstarfi. Steinunn er með M.Sc. í íþróttafræði og hefur margra ára reynslu af þjálfun, sérstaklega styrktarþjálfun eldri aldurshópa.Hún hefur m.a. starfað í 12 ár á endurhæfingardeild Hrafnistu og náð góðum árangri með sitt fólk. Einnig er hún mikill hjóla- og göngugarpur. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna!
