Heimahreyfing í Reykjavíkurborg

Sóltún Heima fékk á dögunum þjónustusamning til 1 árs vegna tilraunaverkefnis í samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar.  Í verkefninu munu valdir eldri borgarar sem fá heimaþjónustu hjá borginni njóta sérsniðnar styrktarþjálfunar á eigin heimili með tilstillil DigiRehab velferðartækninni sem Sóltún Heima er með umboð fyrir.  Á aðeins 12 vikum geta veikburða aldraðir einstaklingar fengið marktækan styrk aftur sem getur þýtt minni þörf fyrir aðstoð annarra.  Það veitir bæði bætt lífsgæði fyrir einstaklinginn en dregur einnig úr kostnaði við heimaþjónustu þar sem viðkomandi þarf minni þjónustu.

Starfsmenn Sóltúns Heima eru mjög stoltir af þessari viðurkenningu og spenntir yfir samstarfinu við Reykjavíkurborg.  Takmarkaður hópur eldri borgara mun njóta góðs af þessu verkefni.  Hafir þú áhuga á að fá heimahreyfinguna beint frá Sóltúni Heima, skoðaðu nánar með því að smella hér.

Leave a Reply

%d bloggers like this: