Heildræn heilsa á efri árum – örnámskeið

skrifaði

Sóltún Heima kynnir nýtt örnámskeið um heildræna heilsu á efri árum og er sérstaklega ætlað 60 ára og eldri.  Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 1. mars kl. 17 og er í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið Auðnast.

Á námskeiðinu ætlum við að skoða eftirfarandi:

  • Hvað er að vera heil heilsu?  Hver og einn þarf að vita hvað skiptir máli og hvernig viðmið og þarfir breytast eftir aldri og aðstæðum.
  • Hvernig hefur heilsa verið skilgreind?
  • Hvað þarf að hafa í huga þegar líkamleg, andleg og félagsleg heilsa er skoðuð þegar við erum komin á eftirlaun?
  • Hvað er mikilvægast fyrir þig?
  • Hvar liggur persónuleg ábyrgð okkar?
  • Í lokin munum við skoða hverjir eru algengir álagsvaldar á efri árum og áhrif þeirra á heilsu okkar.

Kennari

Kennari er Hrefna Hugósdóttir, hjúkrunar- og fjölskyldufræðingur hjá Auðnast.  Hún hefur starfað við hjúkrun frá árinu 2004.  Hrefna hefur starfað við fjölskylduvinnu hjá Auðnast og á Líknardeild LSH og sérhæft sig í sorgarúrvinnslu í mismunandi fjölskyldugerðum.  Hún hefur auk þess mikla reynslu af heilsueflingu á vinnustöðum.  Hrefna hefur verið talsmaður þess að huga þurfi að öllum þáttum heilsunnar til að ná jafnvægi í einkalífi og starfi. 57a985f7f66b1be80d301bdc_hrefna

Allir velkomnir

Húsið opnar kl. 16.30 en námskeiðið hefst kl. 17 og stendur yfir í klukkustund.  Heitt á könnunni.  Allir velkomnir.  Verð aðeins 2.000 kr. sem greiðist við inngang.  Íbúar í Sóltúni öryggis- og þjónustuíbúðum greiða 1.500 kr.

Posi á staðnum.

Skráning

Vinsamlegast skráið ykkur hér að neðan eða í síma 5631400.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s