Spara árlega 5-600 mkr. í velferðarþjónustu

skrifaði

Á meðan íslensk sveitarfélög og ríki sjá fram á lengri biðlista aldraðra eftir velferðar- og heilbrigðisþjónustu og hjúkrunarrýmum með tilheyrandi hækkun útgjalda eru dönsk sveitarfélög að lækka kostnað með markvissum hætti án þess að draga úr umönnun til þeirra sem á þurfa að halda.

Sveitarfélagið Álaborg í Danmörku, þar sem um 210 þúsund manns búa, sér fram á að spara 535-585 milljónir íslenskra króna á árinu 2017 í velferðarþjónustu við aldraða og fatlaða með stefnunni „Træning før pleje“ sem leggst á íslensku „Þjálfun á undan umönnun“.  Með því að þjálfa skjólstæðinga sína meðal annars með styrktarþjálfun hafa yfirvöld náð að draga úr eftirspurn eftir heimaþjónustu og gera notendur sjálfstæðari. 

Eftir tilraunaverkefni með velferðartækninni DigiRehab ákvað Álaborg á árinu 2017 að ganga skrefinu lengra og hefur þjálfað 400 heimaþjónustustarfsmenn í DigiRehab en það er einmitt æfingakerfið sem Sóltún Heima notar í Sóltúni Heimahreyfingu.  Ástæðan er einföld, á aðeins 12 vikum í styrktarþjálfun á eigin heimili urðu notendur sterkari, hressari og sjálfstæðari.  Það dregur mjög úr kostnaði við heimaþjónustu og heimahjúkrun enda er slík þjónusta mannfrek og dýr.  Styrktarþjálfun dregur einnig úr biðlistum á hjúkrunarheimilum þar sem notendur geta búið lengur hressari heima hjá sér og þurfa ekki sólahringsumönnun. 

Gæti lausnin við aukinni þörf á heimaþjónustu, heimahjúkrun og hjúkrunarrýmum á Íslandi mögulega verið styrktarþjálfun eldri borgara á eigin heimili?  Fyrst það virkar í Danmörku, þá er það ekki óhugsandi hér.

Ítarefni

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s